Viðskipti innlent

Skaði er nýr bjór frá Ölvisholti

Skaði er nýr bjór frá Ölvisholti.
Skaði er nýr bjór frá Ölvisholti.
Skaði - Farmhouse Ale heitir nýr bjór frá Ölivsholti sem tekinn var í sölu í dag.

Skaði sækir innblástur sinn í fransk/belgískan stíl, Saison, en gerið sem notað er í bruggunina er einmitt franskt.

Hluti af malti í þessum bjór er rúgur sem skilar smá kryddkarakter og silkimjúkri áferð í munni, segir á Facebooksíðu Ölvisholts. Einnig er Skaði kryddaður með hvannarfræjum sem bruggarar Ölvisholts söfnuðu á sumardegi í júlí.

Skaði er 7,5% af styrkleika og verður aðeins seldur út október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×