Viðskipti innlent

Fengu þrjátíu iPhone 5s í sölu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is
Epli.is fékk þrjátíu stykki af iPhone 5s til sölu í dag. Öll tækin hafa verið seld en fólk hefur verið á ferðinni í dag í búðinni til að skoða gripinn.

„Aðeins þrjú lönd í Evrópu hafa hafið sölu á iPhone 5s. Það eru England, Frakkland og Þýskaland. Við töluðum við vini okkar í Englandi og fengum smá forskot á sæluna,“ segir Bjarni Ákason framkvæmdastjóri Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi.

Nýju símarnir eru á verðbilinu 129 - 190 þúsund krónur. Ekki er vitað fyrir víst hvenær iPhone 5s fer í almenna sölu.

„Það verður á þessu ári. Þá fá hundrað lönd sölurétt og ég geri ráð fyrir að Ísland verði eitt af þeim,“ segir Bjarni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×