Viðskipti innlent

Góður gangur í útgáfu ríkisbréfa

Haraldur Guðmundsson skrifar
Útgáfa ríkisbréfa á þriðja ársfjórðungi nam um 28.2 milljörðum króna í almennum útboðum, auk um 600 milljóna króna útgáfu í tengslum við gjaldeyrisútboð.
Útgáfa ríkisbréfa á þriðja ársfjórðungi nam um 28.2 milljörðum króna í almennum útboðum, auk um 600 milljóna króna útgáfu í tengslum við gjaldeyrisútboð.
Líklegt er að ríkisbréfaútgáfa ársins verði meiri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir eftir myndarlegt ríkisbréfaútboð síðastliðinn föstudag. Útgáfa bréfanna er nú nánast orðin jafnmikil og áætlað var að gefa út á árinu í heild.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar segir að útgáfa ríkisbréfa á þriðja ársfjórðungi nemi um 28.2 milljörðum króna í almennum útboðum, auk um 600 milljóna króna útgáfu í tengslum við gjaldeyrisútboð.  

„Eftir útboðið á föstudag hafa verið gefin út ríkisbréf fyrir 83,2 milljarða króna að söluverði í almennum útboðum það sem af er ári, en útgáfa í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands nemur 6,7 milljörðum króna að söluverði. Hafa því verið gefin út ríkisbréf fyrir alls 89,9 milljarða króna., og er 90 milljarða króna áætluð ríkisbréfaútgáfa á árinu í heild þar með í höfn þegar ríflega 3 mánuðir eru til áramóta,“ segir í Morgunkorninu.

Samkvæmt útgáfudagatali Lánamála eru sex ríkisbréfaútboð og tvö gjaldeyrisútboð fyrirhuguð út árið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×