Ætla að standa mig vel Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2013 07:00 Aron Rafn er sífellt að bæta sig og fær stórt hlutverk á HM.fréttablaðið/vilhelm Hinn 23 ára gamli markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, var valinn fram yfir Hreiðar Levý Guðmundsson er lokahópur Íslands fyrir HM var tilkynntur í gær. Þetta verður í annað sinn sem Aron Rafn fer á stórmót en hann fékk aðeins að spreyta sig á EM í Serbíu fyrir ári. Aron Rafn stóð sig frábærlega í leiknum gegn Svíum á þriðjudag og sú frammistaða fleytti honum til Spánar. „Ég er alveg í skýjunum. Annað væri nú skrýtið. Það verður gaman að fá að taka þátt frá upphafi núna," sagði markvörðurinn kátur. Hann var undir mikilli pressu fyrir leikinn gegn Svíum enda var vitað að hann væri að spila fyrir HM-sætinu í þeim leik. „Ég vissi það vel. Ef ég myndi standa mig vel í þeim leik var ég nokkuð viss um að ég fengi farseðilinn. Ég var samt ekkert að hugsa allt of mikið um það. Ég hugsaði meira um að vera fyrir boltanum." Aron segist vera í góðu formi og er nýbúinn að jafna sig almennilega eftir að hafa fengið lungnabólgu. Hann var enn að glíma við afleiðingar hennar á milli jóla og nýárs og gat því ekki spilað með landsliðinu þá. „Mér gekk illa að losna við öll einkenni en það er farið núna og ég virðist vera í fínu formi. Ég er kominn með fulla orku aftur og ekkert hægt að kvarta yfir því lengur. Ég tel mig vera kláran í að taka þátt í þessu móti og standa mig." Landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, vill ekki gefa upp hvor markvarðanna í hópnum sé númer eitt en það kæmi ekkert á óvart ef Aron Rafn myndi byrja í fyrsta leiknum gegn Rússum á laugardag enda verið að verja vel. „Ég met mína stöðu þokkalega góða og helmingslíkur á að ég byrji. Hann segir það við okkur að betri markvörðurinn byrji og svo kemur í ljós hvað verður. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að byrja leikinn. Ef svo verður þá er bara að standa sig. Ef ég byrja á bekknum verð ég klár í að koma sterkur inn af bekknum. Okkur Bjögga gengur vel að vinna saman og vonandi myndum við sterkt teymi." Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Hinn 23 ára gamli markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, var valinn fram yfir Hreiðar Levý Guðmundsson er lokahópur Íslands fyrir HM var tilkynntur í gær. Þetta verður í annað sinn sem Aron Rafn fer á stórmót en hann fékk aðeins að spreyta sig á EM í Serbíu fyrir ári. Aron Rafn stóð sig frábærlega í leiknum gegn Svíum á þriðjudag og sú frammistaða fleytti honum til Spánar. „Ég er alveg í skýjunum. Annað væri nú skrýtið. Það verður gaman að fá að taka þátt frá upphafi núna," sagði markvörðurinn kátur. Hann var undir mikilli pressu fyrir leikinn gegn Svíum enda var vitað að hann væri að spila fyrir HM-sætinu í þeim leik. „Ég vissi það vel. Ef ég myndi standa mig vel í þeim leik var ég nokkuð viss um að ég fengi farseðilinn. Ég var samt ekkert að hugsa allt of mikið um það. Ég hugsaði meira um að vera fyrir boltanum." Aron segist vera í góðu formi og er nýbúinn að jafna sig almennilega eftir að hafa fengið lungnabólgu. Hann var enn að glíma við afleiðingar hennar á milli jóla og nýárs og gat því ekki spilað með landsliðinu þá. „Mér gekk illa að losna við öll einkenni en það er farið núna og ég virðist vera í fínu formi. Ég er kominn með fulla orku aftur og ekkert hægt að kvarta yfir því lengur. Ég tel mig vera kláran í að taka þátt í þessu móti og standa mig." Landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, vill ekki gefa upp hvor markvarðanna í hópnum sé númer eitt en það kæmi ekkert á óvart ef Aron Rafn myndi byrja í fyrsta leiknum gegn Rússum á laugardag enda verið að verja vel. „Ég met mína stöðu þokkalega góða og helmingslíkur á að ég byrji. Hann segir það við okkur að betri markvörðurinn byrji og svo kemur í ljós hvað verður. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að byrja leikinn. Ef svo verður þá er bara að standa sig. Ef ég byrja á bekknum verð ég klár í að koma sterkur inn af bekknum. Okkur Bjögga gengur vel að vinna saman og vonandi myndum við sterkt teymi."
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira