Samkeppni í markinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2013 07:30 Björgvin Páll gæti þurft að sætta sig við að byrja HM á Spáni á plankanum.fréttablaðið/vilhelm Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki gefa það út hver sé markvörður númer eitt í landsliðinu en Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður undanfarin ár. Aron segir að það eigi að vera mikil samkeppni um markvarðarstöðuna. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tilkynnti hvaða sextán leikmenn fara með liðinu til Spánar í dag og spila á HM. Sautján leikmenn fóru með liðinu út til Svíþjóðar enda var þjálfarinn ekki viss um hvaða markverði hann vildi taka með sér út. Á endanum ákvað Aron að veðja á Björgvin Pál Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Reynsluboltinn Hreiðar Levý Guðmundsson þarf að bíta í það súra epli að þessu sinni að sitja heima. Hann hefur verið með á öllum stórmótum síðan 2005. „Þetta val var mjög erfitt enda þrír frekar jafnir markverðir. Staðan var alls ekki þannig að Björgvin væri í einhverri yfirburðastöðu. Hann hefur spilað lítið í vetur og er að koma sér í gang eftir veikindi," segir Aron en nafni hans Eðvarðsson spilaði í markinu gegn Svíum á þriðjudag og stóð sig mjög vel. „Hann stóðst prófið. Hann setti sig í erfiða stöðu með því að vera veikur á milli jóla og nýárs en stóðst síðan prófið er á reyndi. Það var mikil pressa á honum. Hann var búinn að vera sterkur fyrir jól og hélt því áfram í þessum leik. Hann gerði útslagið." Hreiðar Levý fer því heim að sinni en verður áfram til taks enda má Aron gera breytingar á hópnum síðar og alls ekki útilokað að hann geri það. „Hreiðar tók þessum tíðindum eins og íþróttamaður. Veit að hann er hluti af hópnum og er klár ef kallið kemur. Nú fer hann heim að hitta fjölskylduna og heldur svo áfram að æfa. Ég veit af því að hann er tilbúinn ef ég vil kalla á hann. Auðvitað vildi hann fara með eins og allir aðrir en svona er þetta bara." Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin ár og það vekur nokkra athygli að landsliðsþjálfarinn hafi ekki verið búinn að ákveða að taka hann með fyrr. Markvörðurinn veiktist illa fyrir áramót og er tiltölulega nýbyrjaður að spila aftur eftir langa fjarveru. „Í seinni leiknum á móti Túnis var hann aðeins að spila sig inn. Hann var langt frá því að verja skot gegn Svíum. Hann hefur aftur á móti mikla reynslu sem og x-faktor sem hinir hafa ekki. Hann er óútreiknanlegur og góður í opnum færum. Aron og Björgvin eru mismunandi týpur og það er ein ástæðan fyrir því að ég vel þá saman," sagði landsliðsþjálfarinn en er Björgvin Páll enn markvörður númer eitt? „Það kemur bara í ljós á laugardaginn. Þetta eru tveir jafnir markmenn og Aron hefur verið stöðugastur undanfarið. Það þarf að vera meiri samkeppni um markvarðarstöðuna. Við þurfum að ná upp meiri markvörslu yfirhöfuð og þeir bestu spila." Landsliðið varð fyrir miklum áföllum fyrir mót er sterkir leikmenn gengu úr skaftinu. Heilsuástandið á 16 manna hópnum er bærilegt. „Hásinin hefur aðeins verið að plaga Guðjón Val en hann æfði á fullu áðan og virðist vera klár í bátana. Stefán Rafn er slæmur undir ilinni. Meiddist í leiknum gegn Svíum og varð að stoppa á æfingunni í dag [í gær]. Hann ætti þó að verða í lagi." Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki gefa það út hver sé markvörður númer eitt í landsliðinu en Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður undanfarin ár. Aron segir að það eigi að vera mikil samkeppni um markvarðarstöðuna. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tilkynnti hvaða sextán leikmenn fara með liðinu til Spánar í dag og spila á HM. Sautján leikmenn fóru með liðinu út til Svíþjóðar enda var þjálfarinn ekki viss um hvaða markverði hann vildi taka með sér út. Á endanum ákvað Aron að veðja á Björgvin Pál Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Reynsluboltinn Hreiðar Levý Guðmundsson þarf að bíta í það súra epli að þessu sinni að sitja heima. Hann hefur verið með á öllum stórmótum síðan 2005. „Þetta val var mjög erfitt enda þrír frekar jafnir markverðir. Staðan var alls ekki þannig að Björgvin væri í einhverri yfirburðastöðu. Hann hefur spilað lítið í vetur og er að koma sér í gang eftir veikindi," segir Aron en nafni hans Eðvarðsson spilaði í markinu gegn Svíum á þriðjudag og stóð sig mjög vel. „Hann stóðst prófið. Hann setti sig í erfiða stöðu með því að vera veikur á milli jóla og nýárs en stóðst síðan prófið er á reyndi. Það var mikil pressa á honum. Hann var búinn að vera sterkur fyrir jól og hélt því áfram í þessum leik. Hann gerði útslagið." Hreiðar Levý fer því heim að sinni en verður áfram til taks enda má Aron gera breytingar á hópnum síðar og alls ekki útilokað að hann geri það. „Hreiðar tók þessum tíðindum eins og íþróttamaður. Veit að hann er hluti af hópnum og er klár ef kallið kemur. Nú fer hann heim að hitta fjölskylduna og heldur svo áfram að æfa. Ég veit af því að hann er tilbúinn ef ég vil kalla á hann. Auðvitað vildi hann fara með eins og allir aðrir en svona er þetta bara." Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin ár og það vekur nokkra athygli að landsliðsþjálfarinn hafi ekki verið búinn að ákveða að taka hann með fyrr. Markvörðurinn veiktist illa fyrir áramót og er tiltölulega nýbyrjaður að spila aftur eftir langa fjarveru. „Í seinni leiknum á móti Túnis var hann aðeins að spila sig inn. Hann var langt frá því að verja skot gegn Svíum. Hann hefur aftur á móti mikla reynslu sem og x-faktor sem hinir hafa ekki. Hann er óútreiknanlegur og góður í opnum færum. Aron og Björgvin eru mismunandi týpur og það er ein ástæðan fyrir því að ég vel þá saman," sagði landsliðsþjálfarinn en er Björgvin Páll enn markvörður númer eitt? „Það kemur bara í ljós á laugardaginn. Þetta eru tveir jafnir markmenn og Aron hefur verið stöðugastur undanfarið. Það þarf að vera meiri samkeppni um markvarðarstöðuna. Við þurfum að ná upp meiri markvörslu yfirhöfuð og þeir bestu spila." Landsliðið varð fyrir miklum áföllum fyrir mót er sterkir leikmenn gengu úr skaftinu. Heilsuástandið á 16 manna hópnum er bærilegt. „Hásinin hefur aðeins verið að plaga Guðjón Val en hann æfði á fullu áðan og virðist vera klár í bátana. Stefán Rafn er slæmur undir ilinni. Meiddist í leiknum gegn Svíum og varð að stoppa á æfingunni í dag [í gær]. Hann ætti þó að verða í lagi."
Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira