Viðskipti innlent

Kynnti tvíhliða skráningu

Magnus Billing, aðstoðarforstjóri Nasdaq OMX Group og framkvæmdastjóri Nasdaq OMX í Stokkhólmi.
Magnus Billing, aðstoðarforstjóri Nasdaq OMX Group og framkvæmdastjóri Nasdaq OMX í Stokkhólmi.
Magnus Billing, aðstoðarforstjóri Nasdaq OMX Group og framkvæmdastjóri Nasdaq OMX í Stokkhólmi, fundaði fyrr í vikunni með forsvarsmönnum nokkurra íslenskra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöll Íslands og kynnti fyrir þeim tvíhliða skráningu innan Nasdaq OMX.

Á fundi með blaðamönnum á mánudag sagði hann tvíhliða skráningu fyrirtækja, þegar fyrirtæki eru skráð í fleiri en eina kauphöll samtímis, geta laðað að fleiri fjárfesta og þar með aukið fjármagn.

Tvíhliða skráning innan Nasdaq OMX er að hans sögn einfaldari í framkvæmd en aðrar því í henni eru fyrirtækin undir sama regluverki á tveimur hlutabréfamörkuðum.

„Þegar og ef gjaldeyrishöftin hverfa munum við verða tilbúin til að bjóða upp á þessa þjónustu og við erum nú þegar í viðræðum við nokkur íslensk fyrirtæki sem eru að skoða þennan valmöguleika,“ sagði Billing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×