Viðskipti innlent

Aukið framlag til forsetaembættisins um 14 milljónir

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vegna niðurskurðar og aðhalds í rekstri hafi endurnýjum á ýmsum búnaði setið á hakanum.
Vegna niðurskurðar og aðhalds í rekstri hafi endurnýjum á ýmsum búnaði setið á hakanum.
Frumvarp til fjáraukalaga leggur til 14 milljóna króna viðbótarframlag til forsetaembættisins. Rúv greinir frá þessu.

Meðal þess sem þarf að endurnýja á Bessastöðum er miðlægur tölvubúnaður og bifreiðar.

Í frumvarpinu segir að vegna niðurskurðar og aðhalds í rekstri hafi endurnýjum á ýmsum búnaði setið á hakanum.

Að auki þarf að standa straum af smíði fálkaorðunnar, en útgjöld vegna hennar séu þó að jafnaði lítil.

Þá er þess einnig getið að eftir fall fjármálakerfisins hafi verið gert nokkurra ára hlé á venjubundnum samskiptum forseta við aðra þjóðhöfðingja en á þessu ári hafi verið lögð áhersla á að styrkja á ný slík tengsl. Forsetinn hafi þannig farið í opinberar heimsóknir til Þýskalands og Frakklands á þessu ári og fari til Bandaríkjanna, Indlands og Norðurlandanna.

Einnig eru framundan viðgerðir á gestahúsi við Laufásveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×