Icelandair í samstarf um loftskip á Norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2013 18:45 Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira