Icelandair í samstarf um loftskip á Norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2013 18:45 Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira