Icelandair í samstarf um loftskip á Norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2013 18:45 Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum. Hugmyndin er að Ísland þjóni sem flutningamiðstöð loftskipa. Það eru reyndar bara elstu menn sem muna eftir loftskipi yfir Íslandi því 83 ár eru liðin frá því þýska farið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Reykjavík sumarið 1930. Svona loftfar gæti aftur sést á Íslandi á næstu árum, miðað við viljayfirlýsingu sem fyrirtækið Aeroscraft í Kaliforníu kynnti í fyrradag um samstarf við Icelandair Cargo. Aeroscraft hefur á undanförnum árum verið að þróa nýja tegund loftskipa til fraktflutninga með stuðningi NASA og Bandaríkjahers og stefnir að því að taka 22 slík skip í notkun árið 2016, eftir þrjú ár. Þau eiga að bera allt að 250 tonn og fljúga á 180 kílómetra hraða en eyða aðeins þriðjungi af eldsneyti hefðbundinna flugvéla á hvert flutt tonn.Frumgerð loftskips Aeroscraft í tilraunaflugi.Loftskipin þurfa ekki flugvelli og það er ein ástæða þess að bandaríska fyrirtækið og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf, að kanna kosti þess að nýta Ísland sem miðstöð flutninga með loftskipum í tengslum við námavinnslu, olíuleit og fiskveiðar á afskekktum svæðum norðurhjarans, eins og á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Fyrirtækið er með tvær mismunandi gerðir í þróun; minna skip sem yrði 170 metra langt með 66 tonna burðargetu og 5.700 kílómetra flugdrægi; og stærra skip, 235 metra langt, með 250 tonna burðargetu og 9.400 kílómetra flugdrægi. Flughæðin yrði allt að 12.000 fet.Þýska loftskipið Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, tekur fram að engin skuldbinding felist í þessu af hálfu Icelandair, loftskipið sé enn á tilraunastigi og ekki komið í framleiðslu og óvíst sé hvort þessi áform verði að veruleika. Þetta sé þó vissulega spennandi kostur.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira