Fréttin um niðurstöður Al-Thani málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið heimsathygli í dag. Nokkrir af stærstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um málið.
Á vef Financial Times er sagt: „Ísland, nánast eitt í heiminum, ákærði þá menn sem stjórnuðu þremur stærstu bönkum landsins, sem hrundu eftir heimskreppuna 2008 eftir að þeir urðu samtals tíu sinnum stærri en efnahagur landsins.“
Hér er hægt að sjá nokkrar fréttir um dóminn:
Reuters
BBC
Bloomberg
Financial Times
International Buisness Times
