Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins Boði Logason skrifar 23. apríl 2013 15:10 Frambjóðendur samankomnir í Hörpu í dag. Mynd/ Íslandsbanki. „Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum. Kosningar 2013 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
„Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira