Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 27-18 | Miklir yfirburðir Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 10:54 Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira