Þórir reiknar ekki með því að sofa mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2013 07:30 Þórir fagnar með stelpunum sínum. Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska kvennalandsliðinu eru mætt til Serbíu þar sem fram undan er HM í handbolta. Norska liðið mætir Spáni í fyrsta leik í dag og stefnan er eins og alltaf sett á gullið. Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á síðustu níu stórmótum og allir heima í Noregi eru eflaust með augun á úrslitaleiknum 22. desember næstkomandi. Norska liðið varð að sætta sig við silfur á EM í Serbíu fyrir ári eftir tap í tvíframlengdum leik á móti Svartfjallalandi. Líkt og á síðustu stórmótum hafa lykilmenn verið að tínast úr liðinu og svo er einnig núna. Liðið er til dæmis án fyrirliðans Marit Malm Frafjord og hinnar öflugu Kristine Lunde-Borgersen og fjarvera þeirra beggja hefur ekki síst áhrif á varnarleik liðsins. Þórir hefur hins vegar unnið sig vel út úr kynslóðaskiptunum og haldið liðinu á toppnum. Þórir hefur unnið þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum með norska liðið. Marit Breivik, forveri hans, vann „bara“ tvö silfur og eitt brons á fyrstu fimm mótum sínum. Marit Breivik endaði á því að vinna sex stórmót með norska liðið frá 1994 til 2008 en fern af gullverðlaununum komu í hús þegar Þórir var hennar hægri hönd.Fimmtánda mótið með liðinu Þetta verður fimmtánda stórmót Þóris með norsku stelpunum og hann veit því manna best hvað hann er að fara út í. „Reynsla er af hinu góða en þetta snýst um að vera auðmjúkur. Ef ég liti svo á að ég væri fullnuma þá gæti ég hætt þessu. Liðið verður líka aldrei betra en það sem allir leggja til liðsins. Ég geri mitt en ég fæ líka mikla hjálp frá Mia Hermansson og Mats Olsson. Þau hafa bæði reynslu af því að spila á svona mótum,“ sagði Þórir við VG. Þórir gefur mikið af sér þær rúmu tvær vikur sem mótið stendur yfir og er tilbúinn að fórna svefni til að búa sitt lið sem best undir næsta leik. 18 tímar á dag í 18 daga „Ég elska vinnuna mína. Ég reikna með að sofa bara í 4 til 5 tíma meðan á mótinu stendur. Ég er fyrstur á fætur og seinastur til að fara að sofa,“ sagði Þórir í viðtali við VG. Blaðamaður VG slær því síðan upp að Þórir muni því vinna í 18 tíma á dag í 18 daga sem þýðir að hann skilar 324 tíma vinnu í jólamánuðinum. „Það er hluti af menningu norska kvennalandsliðsins að leggja mikið á sig og vinna mikið. Ég lærði þetta hugarfar á Íslandi. Bæði leikmennirnir og við í kringum liðið vinnum langa daga meðan á mótinu stendur,“ segir Þórir enn fremur í viðtalinu við VG. Handboltaspekingar spá norska liðinu bæði góðu og slæmu gengi. Þórir hefur oft náð frábærum árangri með liðið þrátt fyrir að það hafi verið án lykilmanna og það verður því gaman að sjá hvort Selfyssingurinn færi norsku þjóðinni enn á ný ástæðu til syngja sigursöngva um stelpurnar sínar. Handbolti Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira
Þórir Hergeirsson og stelpurnar í norska kvennalandsliðinu eru mætt til Serbíu þar sem fram undan er HM í handbolta. Norska liðið mætir Spáni í fyrsta leik í dag og stefnan er eins og alltaf sett á gullið. Norska landsliðið hefur unnið verðlaun á síðustu níu stórmótum og allir heima í Noregi eru eflaust með augun á úrslitaleiknum 22. desember næstkomandi. Norska liðið varð að sætta sig við silfur á EM í Serbíu fyrir ári eftir tap í tvíframlengdum leik á móti Svartfjallalandi. Líkt og á síðustu stórmótum hafa lykilmenn verið að tínast úr liðinu og svo er einnig núna. Liðið er til dæmis án fyrirliðans Marit Malm Frafjord og hinnar öflugu Kristine Lunde-Borgersen og fjarvera þeirra beggja hefur ekki síst áhrif á varnarleik liðsins. Þórir hefur hins vegar unnið sig vel út úr kynslóðaskiptunum og haldið liðinu á toppnum. Þórir hefur unnið þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á fyrstu fimm stórmótum sínum með norska liðið. Marit Breivik, forveri hans, vann „bara“ tvö silfur og eitt brons á fyrstu fimm mótum sínum. Marit Breivik endaði á því að vinna sex stórmót með norska liðið frá 1994 til 2008 en fern af gullverðlaununum komu í hús þegar Þórir var hennar hægri hönd.Fimmtánda mótið með liðinu Þetta verður fimmtánda stórmót Þóris með norsku stelpunum og hann veit því manna best hvað hann er að fara út í. „Reynsla er af hinu góða en þetta snýst um að vera auðmjúkur. Ef ég liti svo á að ég væri fullnuma þá gæti ég hætt þessu. Liðið verður líka aldrei betra en það sem allir leggja til liðsins. Ég geri mitt en ég fæ líka mikla hjálp frá Mia Hermansson og Mats Olsson. Þau hafa bæði reynslu af því að spila á svona mótum,“ sagði Þórir við VG. Þórir gefur mikið af sér þær rúmu tvær vikur sem mótið stendur yfir og er tilbúinn að fórna svefni til að búa sitt lið sem best undir næsta leik. 18 tímar á dag í 18 daga „Ég elska vinnuna mína. Ég reikna með að sofa bara í 4 til 5 tíma meðan á mótinu stendur. Ég er fyrstur á fætur og seinastur til að fara að sofa,“ sagði Þórir í viðtali við VG. Blaðamaður VG slær því síðan upp að Þórir muni því vinna í 18 tíma á dag í 18 daga sem þýðir að hann skilar 324 tíma vinnu í jólamánuðinum. „Það er hluti af menningu norska kvennalandsliðsins að leggja mikið á sig og vinna mikið. Ég lærði þetta hugarfar á Íslandi. Bæði leikmennirnir og við í kringum liðið vinnum langa daga meðan á mótinu stendur,“ segir Þórir enn fremur í viðtalinu við VG. Handboltaspekingar spá norska liðinu bæði góðu og slæmu gengi. Þórir hefur oft náð frábærum árangri með liðið þrátt fyrir að það hafi verið án lykilmanna og það verður því gaman að sjá hvort Selfyssingurinn færi norsku þjóðinni enn á ný ástæðu til syngja sigursöngva um stelpurnar sínar.
Handbolti Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira