Fáar þjóðir vinna lengur Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. október 2013 07:00 Á niðurleið. Dökkar horfur eru sagðar í lifeyrissjóðakerfi landsins og aðgerða þörf til þess að þeir fái staðið undir framtíðarskuldbindingum sínum. Fréttablaðið/Vilhelm „Einhverju þarf að breyta, það er vitað og óumdeilt,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um lífeyrissjóðakerfið hér á landi. Í nýrri umfjöllun efnahagsritsins Vísbendingar er bent á að 673 milljarða króna vanti upp á að eignir sjóðanna og framtíðariðgjöld standi undir framtíðarskuldbindingum þeirra. Mest hallar á sjóði opinberra starfsmanna. Sagt er blasa við að þegar þurfi að hefja hækkun ellilífeyrisaldurs, svo sem með því að seinka töku ellilífeyris um einn til tvo mánáuði á hverju ári næstu árin. Ísland er engu að síður þegar meðal þeirra landa þar sem fólk vinnur lengst fram á elliárin samkvæmt samanburði landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hvað karla varðar vinna ekki aðrir lengur fram á ævina en Japanir, Kóreubúar og Mexíkóar. Íslenskar konur eru svo í sjöunda sæti í samanburði ríkja OECD. „Stór hluti vandans er að ævin er alltaf að lengjast sem hefur veruleg áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna á hverjum tíma,“ segir Þórey. Auknar lífslíkur segir hún vitanlega fagnaðarefni, en því fylgi að sá tími lengist sem sjóðirnir þurfi að greiða ellilífeyri.Þórey S. Þórðardóttir.Í umfjöllun Vísbendingar kemur fram með auknum lífslíkum hafi skuldbindingar lífeyrissjóðanna aukist um eitt til eitt og hálft prósent. „Svo er nefnd starfandi um endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu,“ bætir Þórey við og áréttar um leið að lífeyrissjóðirnir séu flestir þannig að starfsemi þeirra sé partur af kjarasamningum og launakjörum hverrar stéttar. „Þetta er því nokkuð sem semja þarf um,“ segir hún og bætir við að grunnurinn að gildandi löggjöf um starfsemi lífeyrissjóðanna séu kjarasamningar frá því í desember 1995. „Og það eru allir meðvitaðir, hvort sem það er opinbera kerfið eða aðilar á almenna vinnumarkaðnum, um að grípa þurfi til einhverra aðgerða. Eitthvað þarf að gera. En það er nokkuð sem þessir aðilar þurfa að koma að og ég veit að verið er að ræða um.“ Verði ekki gripið til aðgerða segir Þórey hætt við að til verði ójafnvægi á milli kynslóða. „Það þarf að vera nokkurn veginn rétt sem greitt er úr sjóðunum og eðlilegt að þeir séu nokkurn veginn í jafnvægi á hverjum tíma.“. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Einhverju þarf að breyta, það er vitað og óumdeilt,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um lífeyrissjóðakerfið hér á landi. Í nýrri umfjöllun efnahagsritsins Vísbendingar er bent á að 673 milljarða króna vanti upp á að eignir sjóðanna og framtíðariðgjöld standi undir framtíðarskuldbindingum þeirra. Mest hallar á sjóði opinberra starfsmanna. Sagt er blasa við að þegar þurfi að hefja hækkun ellilífeyrisaldurs, svo sem með því að seinka töku ellilífeyris um einn til tvo mánáuði á hverju ári næstu árin. Ísland er engu að síður þegar meðal þeirra landa þar sem fólk vinnur lengst fram á elliárin samkvæmt samanburði landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hvað karla varðar vinna ekki aðrir lengur fram á ævina en Japanir, Kóreubúar og Mexíkóar. Íslenskar konur eru svo í sjöunda sæti í samanburði ríkja OECD. „Stór hluti vandans er að ævin er alltaf að lengjast sem hefur veruleg áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna á hverjum tíma,“ segir Þórey. Auknar lífslíkur segir hún vitanlega fagnaðarefni, en því fylgi að sá tími lengist sem sjóðirnir þurfi að greiða ellilífeyri.Þórey S. Þórðardóttir.Í umfjöllun Vísbendingar kemur fram með auknum lífslíkum hafi skuldbindingar lífeyrissjóðanna aukist um eitt til eitt og hálft prósent. „Svo er nefnd starfandi um endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu,“ bætir Þórey við og áréttar um leið að lífeyrissjóðirnir séu flestir þannig að starfsemi þeirra sé partur af kjarasamningum og launakjörum hverrar stéttar. „Þetta er því nokkuð sem semja þarf um,“ segir hún og bætir við að grunnurinn að gildandi löggjöf um starfsemi lífeyrissjóðanna séu kjarasamningar frá því í desember 1995. „Og það eru allir meðvitaðir, hvort sem það er opinbera kerfið eða aðilar á almenna vinnumarkaðnum, um að grípa þurfi til einhverra aðgerða. Eitthvað þarf að gera. En það er nokkuð sem þessir aðilar þurfa að koma að og ég veit að verið er að ræða um.“ Verði ekki gripið til aðgerða segir Þórey hætt við að til verði ójafnvægi á milli kynslóða. „Það þarf að vera nokkurn veginn rétt sem greitt er úr sjóðunum og eðlilegt að þeir séu nokkurn veginn í jafnvægi á hverjum tíma.“.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira