Já 118 – svör við öllu Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 5. júní 2013 08:59 Alþýðufylkingin kom með nýja rödd inn í nýafstaðnar kosningar. Rödd sem lengi hefur vantað í íslenska stjórnmálaumræðu. Þó að uppskeran úr kjörkössunum hafi aðeins verið 118 atkvæði þá endurspeglar það hvorki áhrif Alþýðufylkingarinnar né mikilvægi. Á niðurstöðunni eru margar skýringar. Þar sem okkur tókst ekki að bjóða fram nema í Reykjavík var ljóst að við ættum varla möguleika á að rjúfa 5% múrinn. Það út af fyrir sig beindi mörgum á aðrar slóðir. Sú staðreynd að stefna okkar og málflutningur gengur ekki út frá viðteknum hugmyndum heldur róttækum samfélagsbreytingum þýðir einnig að margir þurfa dálítinn tíma til að ganga til liðs við okkur og greiða okkur atkvæði þrátt fyrir jákvæðar undirtektir. Stærsti kosningasigurinn felst hins vegar í því að sjónarmið okkar skyldu komast á framfæri og ná eyrum þúsunda. Það sem gerir málflutning Alþýðufylkingarinnar sérstakan er að hann afhjúpar að vandi samfélagsins felst ekki í ónógri framleiðni heldur botnlausu arðráni frá alþýðunni og ójöfnuði sem af því leiðir. Enn fremur er krafan um stöðugan hagvöxt helsta ógnin við vistkerfi heimsins. Á meðan Vinstri græn tala fyrir hagvexti í umfjöllun um efnahags- og atvinnumál en gegn hagvexti í umfjöllun um umhverfismál, og enginn veit hvort heldur er afstaða flokksins, tölum við sama máli í öllum málaflokkum og meinum það sem við segjum. Það þarf engan hagvöxt til að bæta kjör almennings, bara jöfnuð. Til þess er líka nauðsynlegt að félagsvæða fjármálakerfið til að það hætti að soga til sín öll verðmæti í hagkerfinu. Reynsla undanfarinna missera hefur sýnt fram á þetta og framvindan á næstunni mun gera það enn frekar. Alþýðufylkingin hefur því alla möguleika á að verða sameiningarafl vinstra fólks og umhverfisverndarsinna. Við hvetjum þá 118 hugrökku kjósendur í Reykjavík sem greiddu Alþýðufylkingunni atkvæði sitt til að ganga í lið með okkur ef þeir eru það ekki nú þegar. Auk þess skorum við á vinstra fólk á öllu landinu að sameinast um þau samtök sem ekki hafa eina sýndarstefnuskrá og aðra í reynd, heldur tala skýru máli um það hvað gera þarf til þess að nauðsynlegar og réttlátar þjóðfélagsbreytingar geti náð fram að ganga. Það er Alþýðufylkingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Alþýðufylkingin kom með nýja rödd inn í nýafstaðnar kosningar. Rödd sem lengi hefur vantað í íslenska stjórnmálaumræðu. Þó að uppskeran úr kjörkössunum hafi aðeins verið 118 atkvæði þá endurspeglar það hvorki áhrif Alþýðufylkingarinnar né mikilvægi. Á niðurstöðunni eru margar skýringar. Þar sem okkur tókst ekki að bjóða fram nema í Reykjavík var ljóst að við ættum varla möguleika á að rjúfa 5% múrinn. Það út af fyrir sig beindi mörgum á aðrar slóðir. Sú staðreynd að stefna okkar og málflutningur gengur ekki út frá viðteknum hugmyndum heldur róttækum samfélagsbreytingum þýðir einnig að margir þurfa dálítinn tíma til að ganga til liðs við okkur og greiða okkur atkvæði þrátt fyrir jákvæðar undirtektir. Stærsti kosningasigurinn felst hins vegar í því að sjónarmið okkar skyldu komast á framfæri og ná eyrum þúsunda. Það sem gerir málflutning Alþýðufylkingarinnar sérstakan er að hann afhjúpar að vandi samfélagsins felst ekki í ónógri framleiðni heldur botnlausu arðráni frá alþýðunni og ójöfnuði sem af því leiðir. Enn fremur er krafan um stöðugan hagvöxt helsta ógnin við vistkerfi heimsins. Á meðan Vinstri græn tala fyrir hagvexti í umfjöllun um efnahags- og atvinnumál en gegn hagvexti í umfjöllun um umhverfismál, og enginn veit hvort heldur er afstaða flokksins, tölum við sama máli í öllum málaflokkum og meinum það sem við segjum. Það þarf engan hagvöxt til að bæta kjör almennings, bara jöfnuð. Til þess er líka nauðsynlegt að félagsvæða fjármálakerfið til að það hætti að soga til sín öll verðmæti í hagkerfinu. Reynsla undanfarinna missera hefur sýnt fram á þetta og framvindan á næstunni mun gera það enn frekar. Alþýðufylkingin hefur því alla möguleika á að verða sameiningarafl vinstra fólks og umhverfisverndarsinna. Við hvetjum þá 118 hugrökku kjósendur í Reykjavík sem greiddu Alþýðufylkingunni atkvæði sitt til að ganga í lið með okkur ef þeir eru það ekki nú þegar. Auk þess skorum við á vinstra fólk á öllu landinu að sameinast um þau samtök sem ekki hafa eina sýndarstefnuskrá og aðra í reynd, heldur tala skýru máli um það hvað gera þarf til þess að nauðsynlegar og réttlátar þjóðfélagsbreytingar geti náð fram að ganga. Það er Alþýðufylkingin.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar