Viðskipti innlent

"Íslenskir stjórnmálamenn velja ávallt skammtímalausnir“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Christensen varar við of miklum skuldalækkunum.
Christensen varar við of miklum skuldalækkunum. mynd/gva
Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank, segir íslenska stjórnmálamenn ávallt velja skammtímalausnir. Þetta fullyrðir hann í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna, og segir hann engu máli skipta hvort þeir séu vinstri-, miðju- eða hægrimenn.

„Þannig var í pottinn búið þegar allt var á uppleið á Íslandi. Þá vildi enginn horfa til framtíðar. Þannig er jafnframt í pottinn búið í dag, þar sem stjórnmálamenn eru æstir í að senda öllum tékka til þess að tryggja vinsældir sínar til næstu ára,“ segir Christensen.

Þá segir hann hættu á því að of miklar skuldalækkanir geti orðið til þess að fólki finnist það vera verðlaunað fyrir að steypa sér í skuldir.

Í frétt Bloomberg er einnig rætt við Patrick Lenain, hagfræðing hjá OECD. Hann segir að mikilvægt sé að fjármagna skuldalækkanir með réttum hætti. Sé það til dæmis gert í gegnum skattkerfið þýði það minni skatttekjur fyrir ríkissjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×