Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2013 18:30 Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira