Ætti að spara eins og heimilin Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júlí 2013 08:00 Grafík/Thanos „Það er mjög mikilvægt að forgangsraða í ríkisfjármálum. Við eigum að setja í það sem skiptir mestu máli og geyma þau verkefni sem mega bíða.“ Þetta segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ríkisreikningur kom út í vikunni. Niðurstaðan er sú að 36 milljarða króna halli var á ríkissjóði árið 2012, sem var 10 milljarða króna lakari útkoma en ráðgert var við gerð fjáraukalaga. Heildarskuldir ríkissjóðs eru því 1.890 milljarðar króna eða um það bil 5.870.000 krónur á hvern Íslending, ungan sem aldinn.Frosti SigurjónssonFrosti segir að ekki sé hægt að ýta vandanum á undan sér lengur. „Það eru til dæmis einhverjar fjárfestingar sem mega bíða sem hvorki eru gjaldeyrisskapandi né -sparandi. Þá verðum við að bíða með þær og leggja áherslu á mikilvægustu innviðina og þau verkefni sem kosta ekki mikinn gjaldeyri en eru atvinnuskapandi eða skapa útflutningsmöguleika eða einhvers konar góða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Eins og til dæmis heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Frosti segir að stjórnmálamenn ættu að forgangsraða í ríkisfjármálum líkt og heimilin þurfa að gera. „Þú myndir fyrst passa upp á það að halda heilbrigði fjölskyldunnar og gera það sem þarf til þess. Fyrst þarf að borða hollan mat en bíða með utanlandsferðir og greiða niður skuldir. Ekki kaupa fellihýsi og safna skuldahala.“ Einna mikilvægast sé þó að greiða niður skuldir. „Það er dýrt að skulda og það á ekki að taka meiri lán. Svona þurfum við líka að hugsa í ríkisrekstrinum,“ segir Frosti. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að forgangsraða í ríkisfjármálum. Við eigum að setja í það sem skiptir mestu máli og geyma þau verkefni sem mega bíða.“ Þetta segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ríkisreikningur kom út í vikunni. Niðurstaðan er sú að 36 milljarða króna halli var á ríkissjóði árið 2012, sem var 10 milljarða króna lakari útkoma en ráðgert var við gerð fjáraukalaga. Heildarskuldir ríkissjóðs eru því 1.890 milljarðar króna eða um það bil 5.870.000 krónur á hvern Íslending, ungan sem aldinn.Frosti SigurjónssonFrosti segir að ekki sé hægt að ýta vandanum á undan sér lengur. „Það eru til dæmis einhverjar fjárfestingar sem mega bíða sem hvorki eru gjaldeyrisskapandi né -sparandi. Þá verðum við að bíða með þær og leggja áherslu á mikilvægustu innviðina og þau verkefni sem kosta ekki mikinn gjaldeyri en eru atvinnuskapandi eða skapa útflutningsmöguleika eða einhvers konar góða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Eins og til dæmis heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Frosti segir að stjórnmálamenn ættu að forgangsraða í ríkisfjármálum líkt og heimilin þurfa að gera. „Þú myndir fyrst passa upp á það að halda heilbrigði fjölskyldunnar og gera það sem þarf til þess. Fyrst þarf að borða hollan mat en bíða með utanlandsferðir og greiða niður skuldir. Ekki kaupa fellihýsi og safna skuldahala.“ Einna mikilvægast sé þó að greiða niður skuldir. „Það er dýrt að skulda og það á ekki að taka meiri lán. Svona þurfum við líka að hugsa í ríkisrekstrinum,“ segir Frosti.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira