Handbolti

HM 2013 | Aron: Gerum þær kröfur að vinna þetta lið

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var ekki alveg sáttur á hliðarlínunni gegn Rússum í gær í Sevilla
Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta var ekki alveg sáttur á hliðarlínunni gegn Rússum í gær í Sevilla Mynd / Vilhelm
„Við þurfum að koma okkur upp á hestinn að nýju og sýna okkar rétta andlit gegn Síle. Þeir léku vel gegn Makedóníu. Við erum búnir að kortleggja Síle og sáum nokkra leiki með þeim fyrir þetta mót, æfingaleik gegn Spáni m.a," sagði Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í gær þegar hann var spurður um næstu mótherja Íslands á HM – lið Síle sem Ísland mætir kl. ,14:45 í dag í Sevilla á Spáni.

„Það var að vísu slakur leikur og allt annað í gangi hjá þeim gegn Makedóníu þar sem þeir léku mjög vel. Þetta er lið sem við eigum að vinna, og verðum að vinna en það þarf að hafa fyrir því. Við gerum þær kröfur að vinna þetta lið en það verður ekki gert með hangandi hendi. Við þurfum að safna kröftum og mæta einbeittir til leiks," sagði Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í gær eftir tapleikinn gegn Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×