Viðskipti innlent

20 milljóna króna fjárfesting Jóns Ásgeirs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fjárfestingin í Muddy Boots nemi innan við 20 milljónum íslenskra króna, en ekki hundruðum milljóna eins og fram kom á vef Telegraph. Greint var frá því í morgun að hann hafi fjárfest í kjötiðnaðarfyrirtæki sem aðallega starfar við framleiðslu á hamborgurum.

Jón Ásgeir segir að hann og Nick Leslau vinur sinn og fjárfestir á Bretlandi hafi verið sammála að það væri hvergi hægt að kaupa almennilega hamborgara í verslunum, en þetta umrædda fyrirtæki hafi boðið upp á góða vöru.

„Ég er persónulega ekki að koma með pening heldur Ingibjörg en ég hef unnið fyrir hana í ýmsum málum t.d hjá 365," segir Jón Ásgeir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×