Handbolti

Ásgeir Örn: Ég var mjög einbeittur í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn besti maður íslenska liðsins af mótshöldurum á Spáni. Ísland vann í dag öruggan sigur á Síle.

„Mér fannst ég skulda síðan í gær," sagði Ásgeir Örn sem náði sér ekki á strik í tapleiknum gegn Rússlandi í dag.

„Maður var í því í dag að lúðra á markið og var heilt yfir ákveðnari í öllum aðgerðum. Maður var óttalegur ræfill í gær."

„Þetta gekk vel heilt yfir og því gengur maður mjög sáttur frá borði í dag."

Hann á von á erfiðum leik gegn Makedóníu á þriðjudaginn. „Þeir eru flottir og með gott lið. Hægra skyttan þeirra (Kiril Lazarov) er frábær og þeir eiga það til að vera grófir."

„Við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir þann leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×