Handbolti

Argentína tapaði fyrir Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arthur Patrianova fagnar sigri Brasilíu í dag.
Arthur Patrianova fagnar sigri Brasilíu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Argentínumenn náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Svartfjallalandi á HM í handbolta í gær því að þeir töpuðu fyrir Brasilíu, 24-20, í dag.

Brassar steinlágu fyrir Þjóðverjum í gær með tíu marka mun og því kom sigur þeirra nokkuð á óvart í dag.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Argentína skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér þar með sigurinn.

Jose Pacheco skoraði átta mörk og var markahæstur í liði Brasilíu. Þeir Diego Simonet og Federico Fernandez skoruðu fimm mörk hvor fyrir Argentínu.

Bæði lið eru því með tvö stig í A-riðli en úrslit, stöðu og leikjadagskrá mótsins má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×