Slakur endir á góðri drullu Stígur Helgason skrifar 1. júlí 2013 10:00 Skemmtilegast var þegar strákarnir renndu sér í leikskólagruggið af Drullumalli. Magnús Elvar Jónsson Tónlist. Botnleðja. All Tomorrow‘s Parties. Atlantic Studios. Strákarnir í Botnleðju voru í góðum gír á föstudeginum, spiluðu alla sína helstu smelli í bland við nokkur ný lög sem voru sum hver alveg frábær en gripu salinn ekki alveg jafnhressilega og allra frægustu afurðirnar, eðli málsins samkvæmt. Skemmtilegast var þegar strákarnir renndu sér í leikskólagruggið af Drullumalli - það fór ekki fram hjá neinum sem ekki vissi það þá þegar hversu mikið brautryðjendaband Botnleðja er í íslenskri músíksenu. Það var helst að sviðið væri of stórt fyrir þremenningana, sem höfðu lítil tök á að sprikla og fylla upp í tómarúmið, en reyndu af og til að fjölga mönnum á sviðinu með prýðilegum árangri. Það sem dregur þó helst úr upplifuninni er rólegt lokalagið af nýju plötunni þeirra, einhvers konar epískur samsöngur sem hljómar eins og hann hafi verið saminn fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en fáir þekktu lagið og það var misráðið að ljúka tónleikunum ekki með sígildri sprengju úr drekkhlöðnu vopnabúrinu. Niðurstaða: Góðir tónleikar sem enduðu helst til of rólega. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Botnleðja. All Tomorrow‘s Parties. Atlantic Studios. Strákarnir í Botnleðju voru í góðum gír á föstudeginum, spiluðu alla sína helstu smelli í bland við nokkur ný lög sem voru sum hver alveg frábær en gripu salinn ekki alveg jafnhressilega og allra frægustu afurðirnar, eðli málsins samkvæmt. Skemmtilegast var þegar strákarnir renndu sér í leikskólagruggið af Drullumalli - það fór ekki fram hjá neinum sem ekki vissi það þá þegar hversu mikið brautryðjendaband Botnleðja er í íslenskri músíksenu. Það var helst að sviðið væri of stórt fyrir þremenningana, sem höfðu lítil tök á að sprikla og fylla upp í tómarúmið, en reyndu af og til að fjölga mönnum á sviðinu með prýðilegum árangri. Það sem dregur þó helst úr upplifuninni er rólegt lokalagið af nýju plötunni þeirra, einhvers konar epískur samsöngur sem hljómar eins og hann hafi verið saminn fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en fáir þekktu lagið og það var misráðið að ljúka tónleikunum ekki með sígildri sprengju úr drekkhlöðnu vopnabúrinu. Niðurstaða: Góðir tónleikar sem enduðu helst til of rólega.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira