Viðskipti innlent

Ríkiskaup semja við Rönning

Gorenje heimilistæki hjá Rönning.
Gorenje heimilistæki hjá Rönning. Mynd/Anton
Ríkiskaup hefur samið við Rönning um kaup á heimilistækjum. Samningurinn tryggir liðlega 850 fyrirtækum og stofnunum á vegum ríkis og sveitarfélaga aðgang að fjölbreyttu útvali af heimilistækjum frá Gorenje.

„Við hjá Rönning hlökkum til að bjóða ríki og sveitarfélögum okkar frábæru vörur frá Gorenje,“ segir Bylgja Bára Bragadóttir, rekstrarstjóri heimilistækja Rönning.

Gorenje býður upp á tímalausa hönnun þar sem umhverfið er vel nýtt og vörur þess ávalt með bestu orkunýtingu hvers tíma. Úrvalið er fjölbreytt; kæliskápar, frystiskápar, þvottavélar, þurrkarar, örbylgjuofnar, helluborð, ofnar og innfelldar kaffivélar svo eitthvað sé nefnt.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×