Bandarísk flugmálayfirvöld hafa samþykkt umsókn Wow Air um leyfi til að fljúga til Bandaríkjanna. Ekki liggur þó fyrir hvenær félagið hefur sölu á farmiðum. Þetta kemur fram á vefnum túristi.is.
Forsvarsmenn Wow Air sóttu um miðjan nóvember um leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna hjá flugmálayfirvöldum þar í landi. Talsmaður bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA) segir í svari til Túrista að umsókn íslenska félagsins hafi verið afgreidd fyrir jól og Wow Air megi því hefja sölu á ferðum til Bandaríkjanna. Icelandair og Atlanta Air voru einu íslensku fyrirtækin sem voru með þess háttar leyfi þar til nú.
Fram kemur á Túrista að ekki hafi fengist upplýsingar hjá Wow Air um hvenær sala á ferðum til Bandaríkjanna hefjist en forsvarsmenn félagsins hafa áður sagt að stefnt sé að því að hefja flug til Boston í vor.
Wow Air má fljúga til Bandaríkjanna
Kristján Hjálmarsson skrifar

Mest lesið

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent


Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent


Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent