Viðskipti innlent

Tveir hætta í stjórn Marels

Jón Július Karlsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson er nýr forstjór Marels.
Árni Oddur Þórðarson er nýr forstjór Marels.
Árni Oddur Þórðarson og Theo Rein Bruinsma hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Marel. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendir til Kauphallarinnar í morgun.

Árni Oddur var fyrir skömmu ráðinn sem forstjóri Marels og hefur í kjölfarið sagt sig úr stjórn fyrirtækisins. Hann tekur við stöðunni af Theo Hoen.

Þegar Árni Oddur var ráðinn forstjóri var Ásthildur Margrét Otharsdóttir gerð að stjórnarmanni og Arnar Þór Másson varaformaður stjórnar. Fimm stjórnarmenn skipa nú stjórn félagsins og hefur verið ákveða að fresta kjöri nýrra stjórnarmanna til næsta aðalfundar.


Tengdar fréttir

Árni Oddur ráðinn forstjóri Marels

Árni Oddur Þórðarson hefur verið ráðinn sem forstjóri Marel. Samhliða því var Ásthildur Margrét Otharsdóttir gerð að stjórnarmanni og Arnar Þór Másson varaformaður stjórnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×