Al Thani greiddi þrotabúi Kaupþings 3,5 milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 14:27 Hreiðar Már svaraði spurningum saksóknara. Mynd/Daníel Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52