Al Thani greiddi þrotabúi Kaupþings 3,5 milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 14:27 Hreiðar Már svaraði spurningum saksóknara. Mynd/Daníel Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52