Viðskipti innlent

Vörukarfan hjá Iceland hækkaði um 6,4%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Á tímabilinu má sjá miklar hækkanir á mjólkurvörum, kjötvörum og sætindum.
Á tímabilinu má sjá miklar hækkanir á mjólkurvörum, kjötvörum og sætindum.
Vörukarfa ASÍ hækkaði í flestum verslunarkeðjum í byrjun nóvember miðað við vöruverð í janúar 2013. Hún hækkaði mest hjá Iceland, eða um 6,4 prósentustig. 

Karfan lækkaði hins vegar í verði hjá Hagkaupum og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. 

„Á tímabilinu má sjá miklar hækkanir á mjólkurvörum, kjötvörum og sætindum. Grænmeti og ávextir lækkuðu hins vegar í verði hjá 10 verslunum af 15. Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði eins og fyrr segir mest hjá Iceland um 6,4%, 5% hjá Víði, 4,2% hjá Bónus, 4% hjá Nettó, 3,7% hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og 3,4% hjá Samkaupum-Úrvali. Hjá tveimur verslunum lækkaði karfan á tímabilinu eða um 2,8% hjá Kaupfélagi Vestur Húnvetninga og um 1,2% hjá Hagkaupum. Hjá Kaskó stóð verðið nánast í stað," segir í tilkynningu ASÍ. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×