Handbolti

Öruggt hjá Löwen

Stefán Rafn í leik með Löwen.
Stefán Rafn í leik með Löwen. vísir/bongarts
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen unnu frekar þægilegan sigur, 34-23, á Wetzlar í þýska handboltanum í dag.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af en síðan tóku leikmenn Löwen völdin og keyrðu yfir andstæðingana. Löwen búið að vinna báða leiki sína í deildinni í vetur.

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Stefán Rafn Sigurmannsson eitt. Alexander Petersson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.

Ivano Balic skoraði aðeins eitt mark fyrir Wetzlar í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×