Handbolti

Valtað yfir Aðalstein Reyni og félaga

Aðalsteinn á mikið verk fyrir höndum.
Aðalsteinn á mikið verk fyrir höndum.
Dagur Sigurðsson var ekki að sýna landa sínum, Aðalsteini Reyni Eyjólfssyni, neina linkind er þeir mættust með lið sín í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Lið Dags, Füchse Berlin, valtaði yfir Aðalstein og lærisveina hans í Eisenach, 34-20. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Eisenach í leiknum og Hannes Jón Jónsson tvö.

Magdeburg og TuS N-Lübbecke unnu einnig sína leiki í dag. Berlin tapaði í fyrstu umferð og þetta voru því fyrstu stig liðsins. Eisenach hefur tapað stórt sínum fyrstu leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×