Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2013 19:00 Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér. Klinkið Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. Vinsældir leiksins Quiz Up, sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út eru ævintýri líkastar. Núna hafa 1,7 milljónir manna sótt leikinn í App Store verslun Apple á aðeins 13 dögum. Ein milljón manna hafði sótt leikinn á fyrstu átta dögunum og appið varð í dag vinsælasta fría appið í App Store. Unnið er að útgáfu leiksins fyrir síma sem styðjast við Android-stýrikerfið og er stefnt að því að hún verði kynnt í janúar næstkomandi.Verðlagt á tvo milljarða áður en Quiz Up kom á markað Áður en Quiz Up kom á markað hafði fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital tekið þátt í hlutafjáraukningu í Plain Vanilla upp á tvær milljónir dollara. Var þá rætt um að virði fyrirtækisins væri nálægt 15 milljónum dollara, jafnvirði 2 milljarða króna. Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Ýmir Örn segir ljóst að verðmæti fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna vinsælda Quiz Up. „Það er nokkuð mikils virði. Það gæti komið Íslendingum undarlega fyrir sjónir að svona ungt fyrirtæki sé svona mikils virði,“ segir Ýmir sem treystir sér ekki til að nefna tölu en ljóst er að verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna. Ýmir segir að hvorki hann né Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi fyrirtækisins, hafi selt eigin bréf. Lýður segir að þeir haldi á um þriðjungshlut í fyrirtækinu í dag. Markhópur Quiz Up er gríðarlega stór enda njóta spurningaleikir vinsælda þvert á landamæri og kynslóðabil. Af þessum sökum telja eigendur Plain Vanilla að Quiz Up eigi mikið inni.Ýmir Örn Finnbogason fer yfir fjármögnun Plain Vanilla, reksturinn og velgengni Quiz Up í nýjasta Klinkinu.mynd/stefánTæknifyrirtæki mjög hátt verðlögð Tæknifyrirtæki vestanhafs hafa verið mjög hátt verðlögð að undanförnu og er rætt um verðbólu í því sambandi. Skemmst er að minnast hlutafjárútboðs Twitter en að loknum fyrsta degi viðskipta nam markaðsverðmæti fyrirtækisins 25 milljörðum dollara. Það þykir gríðarlega gott hjá fyrirtæki sem framleiðir ekkert í hefðbundnum skilningi og hefur takmarkaðar tekjur af auglýsingum. Annað nýlegt dæmi um „ofur verðlagningu“ í tæknigeiranum er tilboð Facebook í samskiptafyrirtækið Snapchat, en eigendur Snapchat, sem hefur sex starfsmenn og engar tekjur, höfnuðu 3 milljarða dollara tilboði frá Facebook í allt hlutafé fyrirtækisins. Þeir telja fyrirtækið vera meira virði.Ætlið að fara í annað lokað hlutafjárútboð? „Það getur vel verið,“ segir Ýmir.Er eitthvað slíkt á teikniborðinu? „Já, það er allavega verið að hringja í okkur frá erlendum fjárfestum, en við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera segir,“ segir Ýmir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má sjá hér.
Klinkið Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira