Viðskipti innlent

Fasteignaverð á landsbyggðinni hækkar mest á Ísafirði og í Eyjum

Vestmannaeyjar og Ísafjörður skera sig nokkuð úr sé litið á þróun fasteignaverðs í stærri bæjum úti á landi. Efnahagsleg lægð síðustu ára virðist ekki hafa haft mikil áhrif á fasteignaverð þar sem hefur hækkað verulega frá árinu 2008. Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Í Vestmannaeyjum hefur fasteignaverð hækkað stöðugt og alls um 37% frá seinni hluta ársins 2008 fram til ársloka 2012. Á Ísafirði hækkaði verðið um 20% á sama tíma.

Þessi niðurstaða þarf ekki að koma á óvart. Bæði Ísafjörður og Vestmannaeyjar byggja meira á sjávarútvegi en hinir bæirnir og staða þeirrar greinar hefur verið sterk á síðustu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×