Handbolti

Wilbek sagði danskri blaðakonu að halda kjafti

Wilbek hefði mátt kæla sig niður við heimkomuna.
Wilbek hefði mátt kæla sig niður við heimkomuna.
Ulrik Wilbek, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ekki átt góða daga að undanförnu eftir niðurlæginguna gegn Spánverjum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á Spáni.

Athygli vakti að Wilbek mætti ekki á blaðamannafund eftir 35-19 tapið og sagði Wilbek að hann hafi ekki mætt vegna veikinda.

Dönsk fréttakona frá Ekstrabladet vildi fá nánari útskýringar á fjarveru Wilbek þegar hann kom til Danmerkur og Wilbek brást illa við spurningum fréttakonunnnar, Stine Thomsen.

Stine Thomsen lagði þessar spurningar fyrir Wilbek:

Hvernig hefur þú það?

"Það er blanda af því að vera stoltur af því að vinna til silfurverðlauna og vera ekki stoltur af leiknum sjálfum," sagði Wilbek.

Líður þér betur í dag, er þér að batna?

"Já mér líður betur."

Hversvegna mættir þú ekki á blaðamannafundinn í gær?

"Vegna þess að ég var veikur."

Þrátt fyrir að vera veikur þá varstu samt á leiknum?

"Veistu hvað, mér finnst nóg komið, haltu kjafti hvað þú ert frek. Þetta var hræðilegt, ég svaraði þér, ég var veikur, og þá áttu að haga þér almennilega. Haltu kjafti, hvað þið eruð ógeðsleg," sagði þjálfarinn en atburðarásina má sjá með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×