Skaðvöldum fjölgað um 27 tegundir Svavar Hávarðsson skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Á greni eru einkum þrjár tegundir meindýra; grenisprotalús, köngulingur og sitkalús sem er lang skæðust. Mynd/Edda Oddsdóttir Greinst hafa 27 nýjar tegundir skordýra frá byrjun tuttugustu aldar sem lifa á trjám og runnum. Allar þessar tegundir eru skaðvaldar en misjafnlega miklir þó. Ein þeirra, furulús, gekk svo nærri skógarfuru að tréð er svo gott sem útdautt á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, játar því að landnám þessara dýra sé í beinu orsakasambandi við hlýnun; hraði landnáms og skordýrafaraldrar séu mestir á hlýskeiðum. Hann segir jafnframt að þetta sé áhyggjuefni þeirra sem ætla að nýta skóga og selja timburafurðir. „Megnið af þessu veldur vaxtartapi og það skiptir auðvitað máli hvort tré er fullvaxið eftir 50 ár eða 80 ár. Það hafa verið að koma meindýr, og sjúkdómar, sem hafa veruleg áhrif á vöxt,“ segir Guðmundur og nefnir að einn stærsti skellurinn í trjárækt á Íslandi sé tilkoma furulúsar sem gerði vonir manna um útbreiðslu skógarfuru að engu, en á hana var sterkt veðjað um tíma. Spurður hvort tilkoma 27 nýrra tegunda sé mikil fjölgun í ljósi þess að um rúma öld er að ræða segir Guðmundur að það verði að skoðast í því ljósi að aðeins 50 tegundir voru fyrir. Eins að nokkrar þessara tegunda séu mjög skaðlegar. Þær vaði líka uppi þar sem afræningjar og sjúkdómar fylgi þeim ekki eftir til nýrra heimahaga. Hvað varðar séríslenskar tegundir, og þá birkið fyrst og síðast, þá er erfitt að segja hvort sérstök hætta steðjar að þeim. „Í öðrum löndum eru þó dæmi um að tegundir sem hafa verið lengi einangraðar, og sama hlýtur að gilda um Ísland, hafa farið illa þegar inn hafa komið sjúkdómar og meindýr. Þær tegundir eru berskjaldaðar má segja,“ segir Guðmundur. Leið þessara nýju tegunda hingað til lands er væntanlega með innflutningi gróðurs í flestum tilfellum, og þess vegna er mjög erfitt að vinna gegn því að nýjar tegundir skordýra komi hér inn í landið. Guðmundur nefnir sem dæmi að bresk rannsókn sýni að 90% meindýra í skógum hafa komið með innflutningi. „Eins ætti að gæta þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Ef menn eru að rækta tré af sömu arfgerð á stórum svæðum býður það þeirri hættu heim að höggið sé þungt þegar það kemur. Fjölbreytni eykur öryggið,“ segir Guðmundur. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Greinst hafa 27 nýjar tegundir skordýra frá byrjun tuttugustu aldar sem lifa á trjám og runnum. Allar þessar tegundir eru skaðvaldar en misjafnlega miklir þó. Ein þeirra, furulús, gekk svo nærri skógarfuru að tréð er svo gott sem útdautt á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, játar því að landnám þessara dýra sé í beinu orsakasambandi við hlýnun; hraði landnáms og skordýrafaraldrar séu mestir á hlýskeiðum. Hann segir jafnframt að þetta sé áhyggjuefni þeirra sem ætla að nýta skóga og selja timburafurðir. „Megnið af þessu veldur vaxtartapi og það skiptir auðvitað máli hvort tré er fullvaxið eftir 50 ár eða 80 ár. Það hafa verið að koma meindýr, og sjúkdómar, sem hafa veruleg áhrif á vöxt,“ segir Guðmundur og nefnir að einn stærsti skellurinn í trjárækt á Íslandi sé tilkoma furulúsar sem gerði vonir manna um útbreiðslu skógarfuru að engu, en á hana var sterkt veðjað um tíma. Spurður hvort tilkoma 27 nýrra tegunda sé mikil fjölgun í ljósi þess að um rúma öld er að ræða segir Guðmundur að það verði að skoðast í því ljósi að aðeins 50 tegundir voru fyrir. Eins að nokkrar þessara tegunda séu mjög skaðlegar. Þær vaði líka uppi þar sem afræningjar og sjúkdómar fylgi þeim ekki eftir til nýrra heimahaga. Hvað varðar séríslenskar tegundir, og þá birkið fyrst og síðast, þá er erfitt að segja hvort sérstök hætta steðjar að þeim. „Í öðrum löndum eru þó dæmi um að tegundir sem hafa verið lengi einangraðar, og sama hlýtur að gilda um Ísland, hafa farið illa þegar inn hafa komið sjúkdómar og meindýr. Þær tegundir eru berskjaldaðar má segja,“ segir Guðmundur. Leið þessara nýju tegunda hingað til lands er væntanlega með innflutningi gróðurs í flestum tilfellum, og þess vegna er mjög erfitt að vinna gegn því að nýjar tegundir skordýra komi hér inn í landið. Guðmundur nefnir sem dæmi að bresk rannsókn sýni að 90% meindýra í skógum hafa komið með innflutningi. „Eins ætti að gæta þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Ef menn eru að rækta tré af sömu arfgerð á stórum svæðum býður það þeirri hættu heim að höggið sé þungt þegar það kemur. Fjölbreytni eykur öryggið,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira