Ferðast um sveitina á rafbíl Starri Freyr Jónsson skrifar 25. september 2013 09:45 "Svo framleiði ég auðvitað rafmagnið sjálfur og fæ það þannig séð ókeypis,“ segir rafbíleigandinn og bóndinn Tryggvi Valdemarsson. mynd/rat Það eru vafalaust ekki margir í heiminum sem smíða eigin rafstöð og nýta meðal annars til að knýja heimilisbílinn. Einn þeirra er bóndinn og bifvélavirkinn Tryggvi Valdemarsson sem býr á Engi í Bárðardal. Hann virkjaði litla á við bæinn fyrir tuttugu árum og byggði rafstöð sem sér þremur bæjum í sveitinni fyrir rafmagni. Nýlega lét hann gamlan draum rætast og fjárfesti í rafbíl af gerðinni Nissan LEAF sem hann er hæstánægður með. „Þetta var nú bara smá ævintýraþrá í mér, svona bílar eru kannski ekki mjög heppilegir langt úti á landi. Ég kemst þó 150 kílómetra á honum og get þannig keyrt til Akureyrar og Húsavíkur svo dæmi séu tekin. En ég þarf að hlaða hann þar til að komast heim aftur. Það eru reyndar ekki margar hleðslustöðvar á þessum slóðum en eftir því sem fleiri kaupa rafbíla bætast þær vonandi við.“ Rafbílinn hefur reynst Tryggva mjög vel að eigin sögn. „Hann er lipur og kraftmikill og hentar vel hér á landi. Næsta skref ætti að vera að komast yfir bíl sem kemst lengra á hleðslunni en slíkir bílar eru hins vegar mjög dýrir í innkaupum. Slíkir bílar komast um 400 kílómetra á einni hleðslu sem er auðvitað mikið framfaraskref.“ Ein hleðsla á bílinn hans Tryggva kostar um 300 krónur sem gera um þrjár krónur á kílómetrann. „Svo framleiði ég auðvitað rafmagnið sjálfur og fæ það þannig séð ókeypis.“ Aðspurður hversu lengi hann ætli að keyra á rafbíl segir hann rafhlöðurnar vera með fimm ára ábyrgð þannig að hann muni að minnsta kosti keyra hann næstu árin. „Ég er hins vegar kominn á áttræðisaldurinn og keyri ekki endalaust bíla. Ætli ég reyni ekki að minnsta kosti að klára þetta fimm ára tímabil rafhlöðunnar.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Það eru vafalaust ekki margir í heiminum sem smíða eigin rafstöð og nýta meðal annars til að knýja heimilisbílinn. Einn þeirra er bóndinn og bifvélavirkinn Tryggvi Valdemarsson sem býr á Engi í Bárðardal. Hann virkjaði litla á við bæinn fyrir tuttugu árum og byggði rafstöð sem sér þremur bæjum í sveitinni fyrir rafmagni. Nýlega lét hann gamlan draum rætast og fjárfesti í rafbíl af gerðinni Nissan LEAF sem hann er hæstánægður með. „Þetta var nú bara smá ævintýraþrá í mér, svona bílar eru kannski ekki mjög heppilegir langt úti á landi. Ég kemst þó 150 kílómetra á honum og get þannig keyrt til Akureyrar og Húsavíkur svo dæmi séu tekin. En ég þarf að hlaða hann þar til að komast heim aftur. Það eru reyndar ekki margar hleðslustöðvar á þessum slóðum en eftir því sem fleiri kaupa rafbíla bætast þær vonandi við.“ Rafbílinn hefur reynst Tryggva mjög vel að eigin sögn. „Hann er lipur og kraftmikill og hentar vel hér á landi. Næsta skref ætti að vera að komast yfir bíl sem kemst lengra á hleðslunni en slíkir bílar eru hins vegar mjög dýrir í innkaupum. Slíkir bílar komast um 400 kílómetra á einni hleðslu sem er auðvitað mikið framfaraskref.“ Ein hleðsla á bílinn hans Tryggva kostar um 300 krónur sem gera um þrjár krónur á kílómetrann. „Svo framleiði ég auðvitað rafmagnið sjálfur og fæ það þannig séð ókeypis.“ Aðspurður hversu lengi hann ætli að keyra á rafbíl segir hann rafhlöðurnar vera með fimm ára ábyrgð þannig að hann muni að minnsta kosti keyra hann næstu árin. „Ég er hins vegar kominn á áttræðisaldurinn og keyri ekki endalaust bíla. Ætli ég reyni ekki að minnsta kosti að klára þetta fimm ára tímabil rafhlöðunnar.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira