Viðskipti innlent

Peningalaust útibú í Vesturbæ

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sérfræðingar frá Nordea hafa gefið starfsmönnum Landsbankans ráðleggingar varðandi breytingarnar.
Sérfræðingar frá Nordea hafa gefið starfsmönnum Landsbankans ráðleggingar varðandi breytingarnar. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON.
Landsbankinn ætlar í nóvember að breyta útibúi bankans í Vesturbæ Reykjavíkur þannig að það mun ekki sýsla með reiðufé og þar verða engar gjaldkerastúkur.

„Í útibúinu verður einnig ný gerð hraðbanka sem taka við reiðufé. Með þeim verður meðal annars hægt að greiða reikninga,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.

Starfsfólk útibúsins mun að sögn Kristjáns ekki sitja við eitt tiltekið borð heldur þar sem hentar hverju sinni og eyða meiri tíma úti á gólfi bankans. „Vegna þess tíma- og vinnusparnaðar sem felst í því að sjálfvirknivæða ýmsa ein­faldari þjónustu á starfsfólk bankans að geta sinnt betur þeim viðskipta­vinum sem þurfa ítarlegri fjármálaráðgjöf.“

Að sögn Kristjáns hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði í svipaðar breytingar í öðrum útibúum Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×