Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Freyr Bjarnason skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Al Thani taldi að hann hefði verið blekktur í viðskiptunum við Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson og félaga í Kaupþingi. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. fréttablaðið/gva Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira