Fjárhagur heimila batnar á milli ára Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. apríl 2013 06:00 Í nýrri skýrslu Hagstofunnar um fjárhagsstöðu heimilanna á síðasta ári kemur í ljós að heimilum í fjárhagsvanda fækkaði í fyrsta sinn frá hruni. Fréttablaðið/Anton Heimilum sem auðvelt eiga með að ná endum saman fjölgaði um 4.700 milli áranna 2011 og 2012, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 8,0 prósentum á milli ára. Árið 2012 er fyrsta árið eftir hrun þar sem fjölgar í þessum hópi. Fram kemur í nýjasta hefti Hagtíðinda Hagstofunnar að einnig hafi fjölgað í hópi þeirra heimila sem mætt gátu óvæntum útgjöldum. Þá hafi vanskil húsnæðislána eða leigu staðið í stað í 10,1 prósenti, þriðja árið í röð. Fram kemur að einstæðir foreldrar séu líklegri til að vera í fjárhagsvanda en aðrir hópar og að konur sem búi einar lendi síður í vanskilum en karlar sem búi einir. „Heimili þar sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga var 30 til 39 ár voru í mestum erfiðleikum. Því hærri sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga er á heimilinu því minni líkur eru á því að heimilið sé í fjárhagserfiðleikum,“ segir í Hagtíðindum. Greining Íslandsbanka bendir á að breytingarnar tengist líkast til auknum kaupmætti ráðstöfunartekna heimila, en hann jókst um 5,3 prósent árið 2011 og aftur um 1,8 prósent í fyrra. „Þá hafa einnig áhrif þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að lækka skuldir heimilanna, en skuldir heimilanna sem hlutfall landsframleiðslu voru komnar í 109 prósent í ágúst í fyrra eftir að hafa farið í 132 prósent af landsframleiðslu undir lok árs 2008. Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, hefur létt greiðslubyrði lána heimilanna og hjálpað þeim að ná endum saman,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Lífskjararannsókn Hagstofunnar er hluti af samræmdri rannsókn Evrópusambandsins. Fram kemur að á síðasta ári hafi hér á landi verið 123.900 fjölskyldur og að meðaltali 2,4 einstaklingar í hverri þeirra. Í úrtaki Hagstofunnar í rannsókninni voru 4.018 heimili en svör fengust frá 3.091. Svarhlutfall var því 77 prósent. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Heimilum sem auðvelt eiga með að ná endum saman fjölgaði um 4.700 milli áranna 2011 og 2012, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 8,0 prósentum á milli ára. Árið 2012 er fyrsta árið eftir hrun þar sem fjölgar í þessum hópi. Fram kemur í nýjasta hefti Hagtíðinda Hagstofunnar að einnig hafi fjölgað í hópi þeirra heimila sem mætt gátu óvæntum útgjöldum. Þá hafi vanskil húsnæðislána eða leigu staðið í stað í 10,1 prósenti, þriðja árið í röð. Fram kemur að einstæðir foreldrar séu líklegri til að vera í fjárhagsvanda en aðrir hópar og að konur sem búi einar lendi síður í vanskilum en karlar sem búi einir. „Heimili þar sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga var 30 til 39 ár voru í mestum erfiðleikum. Því hærri sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga er á heimilinu því minni líkur eru á því að heimilið sé í fjárhagserfiðleikum,“ segir í Hagtíðindum. Greining Íslandsbanka bendir á að breytingarnar tengist líkast til auknum kaupmætti ráðstöfunartekna heimila, en hann jókst um 5,3 prósent árið 2011 og aftur um 1,8 prósent í fyrra. „Þá hafa einnig áhrif þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að lækka skuldir heimilanna, en skuldir heimilanna sem hlutfall landsframleiðslu voru komnar í 109 prósent í ágúst í fyrra eftir að hafa farið í 132 prósent af landsframleiðslu undir lok árs 2008. Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, hefur létt greiðslubyrði lána heimilanna og hjálpað þeim að ná endum saman,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Lífskjararannsókn Hagstofunnar er hluti af samræmdri rannsókn Evrópusambandsins. Fram kemur að á síðasta ári hafi hér á landi verið 123.900 fjölskyldur og að meðaltali 2,4 einstaklingar í hverri þeirra. Í úrtaki Hagstofunnar í rannsókninni voru 4.018 heimili en svör fengust frá 3.091. Svarhlutfall var því 77 prósent.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira