Fjárhagur heimila batnar á milli ára Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. apríl 2013 06:00 Í nýrri skýrslu Hagstofunnar um fjárhagsstöðu heimilanna á síðasta ári kemur í ljós að heimilum í fjárhagsvanda fækkaði í fyrsta sinn frá hruni. Fréttablaðið/Anton Heimilum sem auðvelt eiga með að ná endum saman fjölgaði um 4.700 milli áranna 2011 og 2012, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 8,0 prósentum á milli ára. Árið 2012 er fyrsta árið eftir hrun þar sem fjölgar í þessum hópi. Fram kemur í nýjasta hefti Hagtíðinda Hagstofunnar að einnig hafi fjölgað í hópi þeirra heimila sem mætt gátu óvæntum útgjöldum. Þá hafi vanskil húsnæðislána eða leigu staðið í stað í 10,1 prósenti, þriðja árið í röð. Fram kemur að einstæðir foreldrar séu líklegri til að vera í fjárhagsvanda en aðrir hópar og að konur sem búi einar lendi síður í vanskilum en karlar sem búi einir. „Heimili þar sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga var 30 til 39 ár voru í mestum erfiðleikum. Því hærri sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga er á heimilinu því minni líkur eru á því að heimilið sé í fjárhagserfiðleikum,“ segir í Hagtíðindum. Greining Íslandsbanka bendir á að breytingarnar tengist líkast til auknum kaupmætti ráðstöfunartekna heimila, en hann jókst um 5,3 prósent árið 2011 og aftur um 1,8 prósent í fyrra. „Þá hafa einnig áhrif þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að lækka skuldir heimilanna, en skuldir heimilanna sem hlutfall landsframleiðslu voru komnar í 109 prósent í ágúst í fyrra eftir að hafa farið í 132 prósent af landsframleiðslu undir lok árs 2008. Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, hefur létt greiðslubyrði lána heimilanna og hjálpað þeim að ná endum saman,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Lífskjararannsókn Hagstofunnar er hluti af samræmdri rannsókn Evrópusambandsins. Fram kemur að á síðasta ári hafi hér á landi verið 123.900 fjölskyldur og að meðaltali 2,4 einstaklingar í hverri þeirra. Í úrtaki Hagstofunnar í rannsókninni voru 4.018 heimili en svör fengust frá 3.091. Svarhlutfall var því 77 prósent. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Heimilum sem auðvelt eiga með að ná endum saman fjölgaði um 4.700 milli áranna 2011 og 2012, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Aukningin nemur 8,0 prósentum á milli ára. Árið 2012 er fyrsta árið eftir hrun þar sem fjölgar í þessum hópi. Fram kemur í nýjasta hefti Hagtíðinda Hagstofunnar að einnig hafi fjölgað í hópi þeirra heimila sem mætt gátu óvæntum útgjöldum. Þá hafi vanskil húsnæðislána eða leigu staðið í stað í 10,1 prósenti, þriðja árið í röð. Fram kemur að einstæðir foreldrar séu líklegri til að vera í fjárhagsvanda en aðrir hópar og að konur sem búi einar lendi síður í vanskilum en karlar sem búi einir. „Heimili þar sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga var 30 til 39 ár voru í mestum erfiðleikum. Því hærri sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga er á heimilinu því minni líkur eru á því að heimilið sé í fjárhagserfiðleikum,“ segir í Hagtíðindum. Greining Íslandsbanka bendir á að breytingarnar tengist líkast til auknum kaupmætti ráðstöfunartekna heimila, en hann jókst um 5,3 prósent árið 2011 og aftur um 1,8 prósent í fyrra. „Þá hafa einnig áhrif þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að lækka skuldir heimilanna, en skuldir heimilanna sem hlutfall landsframleiðslu voru komnar í 109 prósent í ágúst í fyrra eftir að hafa farið í 132 prósent af landsframleiðslu undir lok árs 2008. Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, hefur létt greiðslubyrði lána heimilanna og hjálpað þeim að ná endum saman,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Lífskjararannsókn Hagstofunnar er hluti af samræmdri rannsókn Evrópusambandsins. Fram kemur að á síðasta ári hafi hér á landi verið 123.900 fjölskyldur og að meðaltali 2,4 einstaklingar í hverri þeirra. Í úrtaki Hagstofunnar í rannsókninni voru 4.018 heimili en svör fengust frá 3.091. Svarhlutfall var því 77 prósent.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira