Nú er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Valur tryggði sæti sitt eftir sigur á Haukum í Hafnarfirði í dag, 32-21.
Sigur deildarmeistara Vals var öruggur en staðan var 14-9 í hálfleik, Val í vil. Valur vann því rimmu liðanna 2-0.
Fram, ÍBV og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitunum fyrr í dag en öllum rimmunum í fjórðungsúrslitunum lauk 2-0.
Dagný Skúladóttir skoraði ellefu mörk fyrir Val í dag og Þorgerður Atladóttir níu. Marija Gedroit skoraði sex mörk fyrir Hauka og þær Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Sigurjónsdóttir fimm hvor.
Undanúrslitin hefjast á föstudagskvöldið. Valur mætir Stjörnunni en Fram leikur gegn ÍBV. Þrjá sigra þarf til að komast áfram í lokaúrslitin.
Valur í undanúrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn