Opnar brátt vestra Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. október 2013 07:00 Með því að opna frumkvöðlasetur á Boston-svæðinu í Bandaríkjunum vonast Jón til þess að opna fyrir aukið samstarf og útvíkkun starfsemi sprotafyrirtækja. Hér er nýopnað Innovation House á Seltjarnarnesi, heimabæ Jóns. Fréttablaðið/GVA Þessa dagana er Jón Stephenson von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull (stofnandi Opera Software í Noregi), upptekinn við uppbyggingu og tengingu frumkvöðlasetra. Hér opnaði hann fyrir skömmu frumkvöðlasetrið Innovation House á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Innandyra er rúmgott, enda um að ræða nálægt því 800 fermetra rými þar sem rúm er fyrir á þriðja tug fyrirtækja. Jón er tiltölulega nýfluttur frá Noregi til Bandaríkjanna með konu sinni og þremur börnum, 17, 12 og 10 ára gömlum. „Ég er búsettur í Gloucester rétt fyrir norðan Boston,“ segir hann. Miklu hafi ráðið um valið á staðsetningu að þaðan er styst að fljúga til Íslands. Jón er svo hér með annan fótinn, bæði til að fjárfesta og styðja við starfsemi Innovation House. „Svo finnst mér reyndar sumt minna á Ísland þarna úti. Þar getur blásið svolítið eins og á Nesinu,“ segir hann, en Jón er uppalinn á Seltjarnarnesi til tvítugs. Í Gloucester segist Jón líka fá góðan fisk frá Íslandi, auk þess sem Whole Foods selji íslensk lambalæri á haustin. Úti í Noregi segist Jón ekki hafa fengið sama góða fiskinn og hann er vanur hér heima. Ytra er Jón svo að byggja upp annað Innovation House með það fyrir augum að tengja setrin saman. „Hugsunin er að fólk geti komið frá Íslandi og verið þarna um stund.“ Því fylgi minna umstang og kostnaður fyrir íslensk fyrirtæki sem vilji reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en að flytja hluta starfseminnar út. Þá henti alls ekki öllum að setja sig niður í Silicon Valley. Gangi áætlanir eftir segist Jón taka yfir eign undir starfsemina vestra eftir rúma viku. Obba fjárfestinga sinna segir Jón vera á Íslandi, en hann hefur sagt skilið við Opera Software og hefur smám saman verið að selja hlut sinn þar. „Fjárfestar og ég deildum ekki sýn á stefnu og því skildi leiðir.“ Til þessa segist Jón hafa fjárfest í einu fyrirtæki í Noregi og einu í Bandaríkjunum. Hér heima hefur hann svo fjárfest í Oz, SmartMedia, Búðinni, Spyr, Hringdu og Akra. Hann segist fjárfesta í tiltölulega fáum fyrirtækjum til þess að geta betur fylgt þeim eftir. „En hér í setrinu eru líka að koma fyrirtæki sem ég hef ekki fjárfest í.“ Jón segist vera „alvöru nörd“ að því leyti að hans helsta áhugamál er tækni. „Ég hef gaman af tækni og þá passar auðvitað vel að vinna við tækni.“ Þar fyrir utan segist Jón hafa gaman af íþróttum og hreyfingu og hann leyfi sér að fara á stöku fótboltaleik, enda ætlar hann á leik í London að lokinni fundasyrpunni á Íslandi. Mannvinur og snillingurGuðjón Már GuðjónssonGuðjón Már Guðjónsson, forstjóri Oz:"Það sem fyrst kemur upp í hugann er hversu einstakt ljúfmenni Jón er og hlý persóna. Svo er hann líka hógvær því maðurinn er náttúrulega algjör snillingur, alveg ótrúlega klár. Svo er hann nörd og hefur gaman af því að nördast," segir Guðjón Már Guðjónsson og bætir við að þótt Jón hafi komið hingað til lands með ákveðnum stormi sem fjárfestir, ráði þar ekki peningaleg sjónarmið. "Hann gerir þetta fremur af tengingu við föðurlandið og trú sem hann hefur á íslenskum kúltúr. Það sem drífur hann áfram er að leggja sitt af mörkum í uppbyggingu."Anne StavnesAnne Stavnes, samstarfskona Jóns: "Jón er líklega almennilegasta manneskja í heimi. Ég vann fyrir hann í tíu ár hjá Opera. Svo flutti hann til Bandaríkjanna, en þegar mér bauðst að vinna fyrir hann aftur þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég tók mig upp eftir að hafa búið í Noregi í 30 ár. [...] Jón lætur sér annt um allt sitt samstarfsfólk. Ég veit líka um fólk sem vann með Jóni hjá Opera og sagði honum að sama hvað hann ákvæði að taka sér fyrir hendur þá myndi það vilja taka þátt í því, hvar sem væri í heiminum."Rolf AssevRolf Assev, vinur Jóns og fyrrverandi samstarfsmaður:"Ég vann með Jóni í tólf ár og hann er framsýnasti maður sem ég hef unnið fyrir. Hann horfir á hlutina með langtímamarkmið í huga. Hann er harðduglegur og ræður til sín fólk sem þekkir betur til en hann sjálfur á þeim sviðum sem eru utan hans helstu styrkleikasviða," segir Rolf Assev. "Jón treystir fólki, og ég myndi klífa hvaða fjall sem er, svo lengi sem Jón væri maðurinn sem tryggja ætti línuna." Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Þessa dagana er Jón Stephenson von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull (stofnandi Opera Software í Noregi), upptekinn við uppbyggingu og tengingu frumkvöðlasetra. Hér opnaði hann fyrir skömmu frumkvöðlasetrið Innovation House á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Innandyra er rúmgott, enda um að ræða nálægt því 800 fermetra rými þar sem rúm er fyrir á þriðja tug fyrirtækja. Jón er tiltölulega nýfluttur frá Noregi til Bandaríkjanna með konu sinni og þremur börnum, 17, 12 og 10 ára gömlum. „Ég er búsettur í Gloucester rétt fyrir norðan Boston,“ segir hann. Miklu hafi ráðið um valið á staðsetningu að þaðan er styst að fljúga til Íslands. Jón er svo hér með annan fótinn, bæði til að fjárfesta og styðja við starfsemi Innovation House. „Svo finnst mér reyndar sumt minna á Ísland þarna úti. Þar getur blásið svolítið eins og á Nesinu,“ segir hann, en Jón er uppalinn á Seltjarnarnesi til tvítugs. Í Gloucester segist Jón líka fá góðan fisk frá Íslandi, auk þess sem Whole Foods selji íslensk lambalæri á haustin. Úti í Noregi segist Jón ekki hafa fengið sama góða fiskinn og hann er vanur hér heima. Ytra er Jón svo að byggja upp annað Innovation House með það fyrir augum að tengja setrin saman. „Hugsunin er að fólk geti komið frá Íslandi og verið þarna um stund.“ Því fylgi minna umstang og kostnaður fyrir íslensk fyrirtæki sem vilji reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en að flytja hluta starfseminnar út. Þá henti alls ekki öllum að setja sig niður í Silicon Valley. Gangi áætlanir eftir segist Jón taka yfir eign undir starfsemina vestra eftir rúma viku. Obba fjárfestinga sinna segir Jón vera á Íslandi, en hann hefur sagt skilið við Opera Software og hefur smám saman verið að selja hlut sinn þar. „Fjárfestar og ég deildum ekki sýn á stefnu og því skildi leiðir.“ Til þessa segist Jón hafa fjárfest í einu fyrirtæki í Noregi og einu í Bandaríkjunum. Hér heima hefur hann svo fjárfest í Oz, SmartMedia, Búðinni, Spyr, Hringdu og Akra. Hann segist fjárfesta í tiltölulega fáum fyrirtækjum til þess að geta betur fylgt þeim eftir. „En hér í setrinu eru líka að koma fyrirtæki sem ég hef ekki fjárfest í.“ Jón segist vera „alvöru nörd“ að því leyti að hans helsta áhugamál er tækni. „Ég hef gaman af tækni og þá passar auðvitað vel að vinna við tækni.“ Þar fyrir utan segist Jón hafa gaman af íþróttum og hreyfingu og hann leyfi sér að fara á stöku fótboltaleik, enda ætlar hann á leik í London að lokinni fundasyrpunni á Íslandi. Mannvinur og snillingurGuðjón Már GuðjónssonGuðjón Már Guðjónsson, forstjóri Oz:"Það sem fyrst kemur upp í hugann er hversu einstakt ljúfmenni Jón er og hlý persóna. Svo er hann líka hógvær því maðurinn er náttúrulega algjör snillingur, alveg ótrúlega klár. Svo er hann nörd og hefur gaman af því að nördast," segir Guðjón Már Guðjónsson og bætir við að þótt Jón hafi komið hingað til lands með ákveðnum stormi sem fjárfestir, ráði þar ekki peningaleg sjónarmið. "Hann gerir þetta fremur af tengingu við föðurlandið og trú sem hann hefur á íslenskum kúltúr. Það sem drífur hann áfram er að leggja sitt af mörkum í uppbyggingu."Anne StavnesAnne Stavnes, samstarfskona Jóns: "Jón er líklega almennilegasta manneskja í heimi. Ég vann fyrir hann í tíu ár hjá Opera. Svo flutti hann til Bandaríkjanna, en þegar mér bauðst að vinna fyrir hann aftur þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég tók mig upp eftir að hafa búið í Noregi í 30 ár. [...] Jón lætur sér annt um allt sitt samstarfsfólk. Ég veit líka um fólk sem vann með Jóni hjá Opera og sagði honum að sama hvað hann ákvæði að taka sér fyrir hendur þá myndi það vilja taka þátt í því, hvar sem væri í heiminum."Rolf AssevRolf Assev, vinur Jóns og fyrrverandi samstarfsmaður:"Ég vann með Jóni í tólf ár og hann er framsýnasti maður sem ég hef unnið fyrir. Hann horfir á hlutina með langtímamarkmið í huga. Hann er harðduglegur og ræður til sín fólk sem þekkir betur til en hann sjálfur á þeim sviðum sem eru utan hans helstu styrkleikasviða," segir Rolf Assev. "Jón treystir fólki, og ég myndi klífa hvaða fjall sem er, svo lengi sem Jón væri maðurinn sem tryggja ætti línuna."
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira