Viðskipti innlent

Jóhann Már nýr framkvæmdastjóri Vals

Jóhann Már Helgason er nýr framkvæmdastjóri Vals.
Jóhann Már Helgason er nýr framkvæmdastjóri Vals.
Jóhann Már Helgason, 28 ára stjórnmálafræðingur, er nýr framkvæmdastjóri Vals. Jóhann Már hefur undanfarin ár starfað sem framkæmdastjóri Aftureldingar. Þar áður starfaði hann m.a. hjá Credit Info og var framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Jóhann mun hefja störf hjá Val um miðjan nóvember en þá lætur hann af störfum hjá Aftureldingu.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að fá tækifæri til að stýra þessu frábæra félagi. Hér æfði ég fótbolta og handbolta þar til að ég varð 11 ára gamall,“ segir Jóhann Már. „Þetta er virkilega spennandi. Öll aðstaða hjá Val er til fyrirmyndar og kraftmikið starfsfólk sem ég hlakka til að vinna með.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×