Viðskipti innlent

Bjarni fær fyrsta 10 þúsund króna seðilinn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jónas Hallgrímsson prýðir 10 þúsund króna seðilinn. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun afhenda fjármálaráðherra fyrsta seðilinn á morgun.
Jónas Hallgrímsson prýðir 10 þúsund króna seðilinn. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun afhenda fjármálaráðherra fyrsta seðilinn á morgun. Mynd/GVA
Nýr 10 þúsund króna seðill verður settur í almenna umferð á morgun, 24. október. Seðill verður aðgengilegur í hluta bankaútibúa frá og með morgundeginum, en ekki er búist við almennri dreifingu í hraðbönkum fyrst um sinni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahafsráðherra, fær 10 þúsund króna seðil númer eitt úr höndum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Seðilinn verður settur til varðveislu í safnakosti landsmanna.

Tíu þúsund króna seðillinn er fyrsti nýi seðillinn sem settur er í umferð frá árinu 1995, en þá var tvö þúsund króna seðill settur í umferð. Þar áður var fimm þúsund króna seðill settur í umferð árið 1986. Þúsund króna seðillinn var settur í umferð árið 1984 og 500 króna seðillinn eftir myntbreytinguna árið 1981.

Þeir seðlar sem nú eru í umferð eru í nokkru frábrugðnir þeim sem fyrst voru prentaðir, en þar munar mest um nýja öryggisþætti og atriði sem styrkja seðlana og gera þá endingarbetri. Allir þessir seðlar eru hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur myndlistarkonu. Meðhönnuður hennar er Stephen A. Fairbairn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×