Viðskipti innlent

Eignir tryggingafélaganna lækka um 1,5 milljarð

Heildareignir tryggingafélaganna námu  um 168 milljörðum kr. í lok mars og lækkuðu um 1,5 milljarða kr. á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf námu 96,8 milljörðum kr. og hækkuðu um 401 milljónir kr. Aðrar eignir námu 46,2 milljarða kr. og stóðu í stað frá fyrra mánuði.

Skuldir tryggingafélaganna námu 94,3 milljörðum kr. og lækkuðu um 2 milljarða kr. sem má rekja til lækkunar á iðgjaldaskuld og lækkun á skammtímaskuld við innlenda aðila.

Eigið fé tryggingafélaganna nam 73,6 milljörðum kr. í lok mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×