Handbolti

Bergischer með magnaðan sigur á Magdeburg | Ljónin töpuðu óvænt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgvin Páll átti fínan leik í dag.
Björgvin Páll átti fínan leik í dag. nordicphotos / getty
Bergischer heldur áfram að koma á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en liðið gerði sér lítið fyrir og vann Magdeburg, 31-27, í dag en Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson leika báðir með Bergischer.

Björgvin Páll var nokkuð góður með nýliðunum í dag en Arnór Þór gat ekki tekið þátt í leiknum en hann er en að jafna sig eftir kjálkabrot.

Bergischer kom upp í deildina fyrir þessa tímabil en er í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig og hefur liðið blómstrað á tímabilinu.

Hér að neðan má sjá mynd sem Arnór Þór setti inn á Instagram síðu sína í dag en hann sat á bekk liðsins.

Rhein-Neckar Löwen tapaði óvænt, 23-22, fyrir Lübbecke á útivelli en Ljónin berjast á toppi deildarinnar.

Guðmundar Guðmundsson þjálfar liðið en hann var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Dana. Rúnar Kárason gerði eitt mark í liði Rhein-Neckar Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson kom ekki við sögu í leiknum. Alexander Petersson var ekki með gestunum í dag.

Emsdetten tapaði fyrir Hannover-Burgdorf, 31-28, og er liðið á botni deildarinnar með tvö stig. Ernir Hrafn Arnarson gerði tvö mörk fyrir Emsdetten í leiknum og Oddur Gretarsson  skoraði eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×