Viðskipti innlent

Ísland er ekki opinbert sölusvæði iPhone

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Litadýrð frá apple Nýi iPhone 5c er algjört augnakonfekt.
Litadýrð frá apple Nýi iPhone 5c er algjört augnakonfekt. nordicphotos/getty
Tölvufyrirtækið Apple kynnti á dögunum tvo nýja snjallsíma sem bætast nú við símaúrval fyrirtækisins. Símarnir heita iPhone 5s og iPhone 5c.

„Það er erfitt að segja hvenær sendingin lendir hér á landi en iPhone er fluttur eftir óhefðbundnum leiðum hingað til lands því Ísland er ekki opinbert sölusvæði iPhone,“ segir Sigurður Helgi Ellertsson, starfsmaður í versluninni Macland.

Sigurður segir fólk sækja í iPhone vegna þess hve traustur hann er og stýrikerfið einfalt. IPhone 5s er fyrsti snjallsíminn sem kemur á markað með tveggja kjarna, 64 bita örgjörva sem líkist helst tölvuörgjörva. „Þetta er næsta kynslóð af snjallsímum.“

Hinn síminn, iPhone 5c er ekki ólíkur iPhone 5 hvað varðar afl og möguleika. „Hann verður fáanlegur í ýmsum litum og mun eflaust verða vinsæll sökum fagurs útlits,“ bætir Sigurður við.

Snjallsímanotkun Íslendinga hefur aukist mikið á síðustu árum og munu þessir nýju símar vafalaust vekja mikla lukku þegar þeir lenda hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×