Viðskipti innlent

Tók yfir hlut Skúla í Securitas

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Skúli og Margrét skildu í ársbyrjun 2011 og mun færsla á eignarhlutnum hafa verið hluti af skilnaðaruppgjöri.
Skúli og Margrét skildu í ársbyrjun 2011 og mun færsla á eignarhlutnum hafa verið hluti af skilnaðaruppgjöri. mynd/anton
Margrét Ásgeirsdóttir, fyrrverandi eiginkona Skúla Mogensen, hefur tekið yfir hlut hans í öryggisþjónustufyrirtækinu Securitas. Viðskiptablaðið greinir frá.

Skúli, sem í dag er kenndur við WOW air, átti hluti sinn í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Títan, en samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 var hluturinn 34,4 prósent. Skúli og Margrét skildu í ársbyrjun 2011 og mun færsla á eignarhlutnum hafa verið hluti af skilnaðaruppgjöri.

Ársreikningur Securitas fyrir árið 2012 hefur ekki verið birtur en miðað við ársreikning ársins 2011 eru stærstu eigendur félagsins, auk Margrétar, Stekkur fjárfestingafélag ehf. með 34,34 prósenta hlut, Auður l fagfjárfestasjóður með 19,08 prósenta hlut og þrír aðrir minni fjárfestar með samtals 12,24 prósenta hlut.

Sýnir ársreikningurinn að hagnaður af rekstrinum árið 2011 hafi numið rúmum 113,8 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir 1.735 milljónum króna í árslok. Eigið fé nam 664 milljónum króna og eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok 2011 var 38,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×