Viðskipti innlent

Eiður Smári krafinn um rúmar 800 milljónir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Um er að ræða lán sem Eiður tók hjá bankanum vegna fjárfestinga á Íslandi.
Um er að ræða lán sem Eiður tók hjá bankanum vegna fjárfestinga á Íslandi. samsett mynd
Þrotabú Kaupþings í Lúxemborg hefur krafið knattspyrnumanninn Eið Smára Guðjohnsen um fimm milljónir evra sem hann er sagður skulda bankanum. Jafngildir það rúmlega 811 milljónum íslenskra króna.

Fjallað er um málið í belgískum fjölmiðlum í dag og þar kemur fram að útibúið hafi um langa hríð reynt að fá skuldina innheimta og að lokum hafi verið leitað til dómstóla. Í kjölfarið hafi Eiði verið gert skylt að greiða hluta af launum sínum hjá Club Brügge upp í skuldina, en hann hefur leikið með félaginu frá því í janúar á þessu ári

Um er að ræða lán sem Eiður tók hjá bankanum vegna fjárfestinga á Íslandi fyrir hrun og segir í frétt De Morgen að fjármunir Eiðs hafi „bráðnað eins og snjór í sól“. Þá er haft eftir talsmanni Club Brügge að Eiður sé fórnarlamb falls Kaupþings en að hann hafi nú komist að samkomulagi við þrotabú bankans um uppgjör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×