Viðskipti innlent

Bland auglýsir eftir bílasala

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hátt í tíu þúsund farartæki eru skráð á vefinn í hverjum mánuði.
Hátt í tíu þúsund farartæki eru skráð á vefinn í hverjum mánuði. mynd/365
Vefsíðan Bland auglýsti eftir löggildum bílasala um síðustu helgi til þess að annast umsýslu með bíla á vefnum. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Í tilkynningu frá Bland kemur fram að með ráðningu löggilts bílasala verði lög áhersla á að bjóða notendum Bland  upp á þann möguleika að fá alla helstu aðstoð við bílaviðskipti. Meirihluti aðstoðarinnar fer fram í gegnum netið.

Skorri Rafn Rafnsson, framkvæmdarstjóri sölu- og markaðsvefsins Bland.is segir að það sé verið að vinna í þessu og bílasalan verði ekki að veruleika fyrr en eftir nokkra mánuði.

Að sögn Skorra eru hátt í tíu þúsund farartæki skráð á vefinn í hverjum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×