Tafir orðið á tillögum um afnám stimpilgjalda Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Ný ríkisstjórn verður sest að völdum þegar tillögur um breytingar á lögum um stimpilgjöld, sem ESA setti sem skilyrði fyrir ríkisaðstoð við bankana, verða tilbúnar. Katrín Júlíusdóttir er núverandi fjármála- og efnahagsráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Starfshópur sem átti að skila tillögum um afnám stimpilgjalda mun ekki skila af sér fyrr en um mitt ár 2013. Nefnd um endurskoðun neytendaverndar á fjármálamarkaði fékk líka frest. Tafir hafa orðið á vinnu starfshóps sem ætlað var að skila fjármálaráðherra tillögu um breytingar á lögum um stimpilgjöld. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf íslenskum stjórnvöldum upphaflega frest fram í október 2012 til að skila tillögunum. Skilafresturinn var síðan framlengdur að síðustu áramótum. Nú er áformað að starfshópurinn skili tillögum til ráðherrans um mitt þetta ár. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytis við fyrirspurn Markaðarins um málið. Þegar ESA tilkynnti ákvörðun sína um að samþykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var við endurskipulagningu Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka fylgdu því samþykki ákveðin skilyrði. Þau sneru að því að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Jafnframt skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að endurskoða lög um stimpilgjald með það fyrir augum að afnema slík gjöld á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa. Tilgangurinn er að draga úr kostnaði við flutning viðskiptavina á milli lánardrottna og fjarlægja þannig samkeppnishindrun. Auk þess yrði afnám stimpilgjalda til kostnaðarlækkunar fyrir neytendur. Skila átti tillögum um þetta sem frumvarpsdrögum í október 2012, sem nú hefur frestast fram á mitt þetta ár. Samkvæmt skilyrðum ESA áttu íslensk stjórnvöld einnig að skipa nefnd til að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði, með sérstaka áherslu á að auðvelda neytendum að skipta um viðskiptabanka. Nefndin var skipuð í lok október 2012 og átti að ljúka störfum eigi síðar en 15. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu hefur nefndin fengið frest til að skila niðurstöðu fram til 1. mars næstkomandi. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Starfshópur sem átti að skila tillögum um afnám stimpilgjalda mun ekki skila af sér fyrr en um mitt ár 2013. Nefnd um endurskoðun neytendaverndar á fjármálamarkaði fékk líka frest. Tafir hafa orðið á vinnu starfshóps sem ætlað var að skila fjármálaráðherra tillögu um breytingar á lögum um stimpilgjöld. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf íslenskum stjórnvöldum upphaflega frest fram í október 2012 til að skila tillögunum. Skilafresturinn var síðan framlengdur að síðustu áramótum. Nú er áformað að starfshópurinn skili tillögum til ráðherrans um mitt þetta ár. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðuneytis við fyrirspurn Markaðarins um málið. Þegar ESA tilkynnti ákvörðun sína um að samþykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var við endurskipulagningu Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka fylgdu því samþykki ákveðin skilyrði. Þau sneru að því að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Jafnframt skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að endurskoða lög um stimpilgjald með það fyrir augum að afnema slík gjöld á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa. Tilgangurinn er að draga úr kostnaði við flutning viðskiptavina á milli lánardrottna og fjarlægja þannig samkeppnishindrun. Auk þess yrði afnám stimpilgjalda til kostnaðarlækkunar fyrir neytendur. Skila átti tillögum um þetta sem frumvarpsdrögum í október 2012, sem nú hefur frestast fram á mitt þetta ár. Samkvæmt skilyrðum ESA áttu íslensk stjórnvöld einnig að skipa nefnd til að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði, með sérstaka áherslu á að auðvelda neytendum að skipta um viðskiptabanka. Nefndin var skipuð í lok október 2012 og átti að ljúka störfum eigi síðar en 15. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu hefur nefndin fengið frest til að skila niðurstöðu fram til 1. mars næstkomandi.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira