Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar nam tæpum 5 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.
Hagnaður Össurar á nýliðnu ári nam 38 milljónum bandaríkjadala, eða um 4,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Til samanburðar nam hagnaðurinn 35 milljónum bandaríkjadala í fyrra.

Hagnaðurinn eykst því um 9% og er aukinn hagnaður að mestu rekinn til minni fjármagnskostnaðar. Sjóðstreymi er áfram sterkt og handbært fé frá rekstri var 18% af sölu ársins, samanborið við 17% árið 2011.

Í tilkynningu segir að á undanförnum árum hafi hagnaður verið góður og sjóðstreymi sterkt. Félagið sé nú í aðstöðu til þess að greiða hluthöfum arð. Stjórn félagsins muni því leggja fram tillögu um greiðslu arðs á næsta aðalfundi félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×